Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð | Sjáðu mörkin Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 20:00 KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. KR komst yfir með sjálfsmarki Hafþórs Péturssonar á 8. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Óskar Örn Hauksson bætti öðru marki við á 56. mínútu en þegar fimm mínútur voru til leiksloka fékk ÍA umdeilt víti. Garðar Gunnlaugsson fór á punktinn og skoraði af öryggi, hans fyrsta mark í sumar. Nær komst ÍA ekki og 2-1 sigur KR staðreynd. KR er með sex stig en ÍA hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í sumar.Af hverju vann KR?Þeir voru betra liðið í dag og eiga sigurinn fyllilega skilið. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og hefðu átt að vera búnir að skora fleiri mörk þegar Skagamönnum tókst að minnka muninn undir lokin. ÍA voru of bitlausir sóknarlega og átti vörn KR ekki í miklum vandræðum með að ráða við sóknir þeirra gulklæddu. KR-ingar voru ekki alveg nógu beinskeyttir sóknarlega í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa verið yfir í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks komu þeir grimmari til leiks og hefðu vel getað skorað fleiri mörk en það sem Óskar Örn skoraði. KR er með frábært lið og virðast vera komnir á sigurbraut þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki verið stórir í síðustu tveimur leikjum. Þeir eru til alls líklegir í sumar nái þeir inn fleiri mörkum í sinn leik.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Tobias Thomsen mikið í boltanum og þrátt fyrir að hann hafi ekki komið boltanum í netið er hann alltaf hættulegur og hefur sýnt að hann getur skorað. Óskar Örn var bestur hjá Vesturbæingum í dag, skapaði oft hættu og skoraði gott mark með sínum frábæra vinstri fæti. Vörn KR stóð sig sömuleiðis vel í dag og héldu sóknarmönnum Skagamanna í skefjum. Morten Beck skapar alltaf hættu hægra megin og þá var Arnór Sveinn öflugur vinstra megin, sérstaklega þegar hann fór að færa sig framar í síðari hálfleiknum. Hjá ÍA greip Ingvar Þór Kale ágætlega inn í nokkur skipti og þá átti Róbert Menzel ágætan leik í vörninni.Hvað gekk illa?Skagamönnum gekk illa að skapa sér færi og ljóst að Gunnlaugur þjálfari hefur lagt mikla áherslu á varnarleikinn í dag eftir að liðið hafði fengið á sig 8 mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Í dag var það á kostnað sóknarleiksins sem var afar bitlaus og það hefði verið ósannngjarnt ef Skagamenn hefðu náð marki inn í lokin og jafnað metin. KR gekk illa að nýta yfirburði sína. Þeir hefðu átt að skora fleiri mörk í dag og hleyptu leiknum í óþarfa spennu undir lokin.Hvað gerist næst?Framundan eru bikarleikir í vikunni en síðan er komið að tveimur stórleikjum í röð hjá KR. Þeir mæta Val á útivelli í næstu umferð og fá svo FH-inga í heimsókn í leiknum þar á eftir. Þeir þurfa að ná stigum í þeim leikjum ef menn eiga að taka þá alvarlega í titilbaráttunni í sumar. Skagamenn fá Grindvíkinga í heimsókn í næstu umferð. Þeir þurfa nauðsynlega að fara að hala inn stigum og sjá eflaust tækifærið þegar nýliðarnir mæta í heimsókn en Grindavík tapaði illa gegn Ólsurum á heimavelli sínum í kvöld.KR (3-4-3)Stefán Logi Magnússon 5 – Skúli Jón Friðgeirsson 7, Indriði Sigurðsson 6, Gunnar Þór Gunnarsson 6 – Morten Beck 7, Pálmi Rafn Pálmason 5, Finnur Orri Margeirsson 5, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 – Óskar Örn Hauksson 7 (maður leiksins), Tobias Thomsen 6, Kennie Chopart 6.ÍA (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 6 – Hallur Flosason 5, Robert Menzel 6, Hafþór Pétursson 5, Aron Ingi Kristinsson 4 – Arnar Már Guðjónsson 4, Albert Hafsteinsson 5 – Stefán Teitur Þórðarson 4, Þórður Þorsteinn Þórðarson 5, Steinar Þorsteinsson 5 – Garðar Gunnlaugsson 5. Varamenn: Patryk Stefanski 5. Willum: Hefði viljað sjá þriðja markið detta innWillum Þór er þjálfari KR.vísir/andri marinóWillum Þór Þórsson þjálfari KR var ánægður með spilamennsku sinna manna í dag sem og stigin þrjú sem þeir náðu í hús með sigri á ÍA. KR hafði töluverða yfirburði en Skagamenn gerðu þó tilraunir til að jafna undir lokin. „Auðvitað þurftum við að hafa fyrir þessum sigri, við vissum það að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við spila feykilega vel og hafa tök á honum mest megnis. En þetta er fótbolti og ef þú gleymir þér í augnablik, eins og í lokin, þá þarf að berjast fyrir því að sigla þessu heim og við gerðum það og verðum að vera kátir með það,“ sagði Willum Þór við Vísi eftir leik. KR komst yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Skagamanna en náðu ekki að skapa sér mikið af færum í fyrri hálfleik og voru oft á tíðum ekki nógu beinskeyttir í sínum sóknarleik. „Við vorum þolinmóðir í fyrri hálfleik. Við vorum að halda boltanum og vissum að þeir myndu liggja til baka. Við ákváðum að fara beittari og fyrr á þá í seinni hálfleik. Það skilaði marki og færum og ég hefði viljað sjá þriðja markið detta inn,“ bætti Willum við en KR-ingar fengu færi til að skora fleiri mörk í dag. ÍA minnkaði muninn undir lokin úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á Stefán Loga Magnússon markmann KR þegar hann fór út í úthlaup og lenti í árekstri við Albert Hafsteinsson leikmann Skagamanna. „Frá mér séð finnst mér Stefán taka boltann og svo skella þeir saman. Hvort það er víti, hann dæmir víti,“ sagði Willum. KR-ingar eru komnir með 6 stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar og hafa unnið tvo leiki í röð. Næsta verkefni KR er Reykjavíkurslagur gegn Völsurum. „Hver einn og einasti leikur er mjög erfiður í þessari deild og við þurfum að fagna þegar vel er gert eins og núna. Svo þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir næsta verkefni,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR að lokum. Gunnlaugur: Getum ekki grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjunGunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna.vísir/ernirGunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið eftir það. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki fram sem varamanni,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.Óskar Örn skoraði seinna mark KR.vísir/antonÓskar Örn Hauksson leikmaður KR skoraði seinna mark liðsins í 2-1 sigri gegn ÍA í kvöld og var vitaskuld ánægður að ná í þrjú stig. „Ég er hrikalega sáttur. Við vorum meðvitaðir um að staðan var 1-0 í fyrsta leiknum á heimavelli þannig að þetta var sama staða. Við fórum vel yfir það að detta ekki niður eins og þá og mér finnst við ná því. Við stjórnum þessum leik frá A til Ö en fáum náttúrulega mark á okkur þegar lítið er eftir og þá kemur smá stress í mannskapinn. Mér fannst þeir í raun ekki skapa neitt eftir það heldur," bætti Óskar Örn við en þar til Skagamenn minnkuðu muninn á 85.mínútu var lítið búið að vera í gangi sóknarlega hjá gestunum. „Mér fannst við hefðum átt að skora fleiri, við áttum að vera búnir að klára þetta og ekki hleypa þessu í þetta stress í lokin. Mér fannst það liggja í loftinu frekar en hitt," bætti Óskar Örn við. Markið hjá Óskari Erni var hans fyrsta í sumar en þessi frábæri leikmaður er lykilmaður í sóknarleik KR-inga og gott fyrir þá ef hann er kominn í gang. „Það er alltaf gaman að skora þegar við vinnum. Þetta er fyrsta markið í sumar og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið," sagði Óskar Örn að lokum. Garðar: Verð 100% í næsta leikGarðar Gunnlaugsson í leik með ÍA á síðasta tímabili.vísir/antonGarðar Gunnlaugsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar í tapinu gegn KR í kvöld. Garðar hefur átt við meiðsli að stríða en hann var markahæstur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Skagamenn eru án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar á tímabilinu. „Við stilltum leiknum upp þannig að við ætluðum að liggja til baka og beita skyndisóknum. Mér fannst það takast á stórum köflum, í fyrri hálfleik sérstaklega. Við fáum á okkur sjálfsmark sem er algjör óheppni en annars skapa ekkert í fyrri hálfleik og ég er klaufi að skora ekki í einu hraðaupphlaupinu. Í seinni hálfleik náum við að setja smá þunga á þá í lokin en höfðum ekki alveg nægan kraft," sagði Garðar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Skagamenn höfðu fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum fyrir leikinn í dag og ljóst að mikil áhersla hafði verið lögð á að stoppa í götin varnarlega en það kom niður á sóknarleiknum í dag en hann var frekar bitlaus nær allan tímann. „Í fyrstu tveimur leikjunum vorum við í tómu tjóni varnarlega frá toppi til táar og það var markmiðið í dag að ná því í stand, þessum grunnatriðum. Mér finnst það hafa tekið og ef við tökum eitthvað jákvætt úr þessu þá þurfum við að byggja ofan á það.“ Garðar byrjaði inná í fyrsta sinn á tímabilinu og segist vera að nálgast sitt besta form. „Kroppurinn er fínn en ég hef verið að glíma við veikindi í 2-3 vikur. Það er mikilvægt að fá þessar mínútur og ég hugsa að í næsta leik verði ég orðinn alveg 100%," sagði Garðar Gunnlaugsson að lokum. Pepsi Max-deild karla
KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. KR komst yfir með sjálfsmarki Hafþórs Péturssonar á 8. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Óskar Örn Hauksson bætti öðru marki við á 56. mínútu en þegar fimm mínútur voru til leiksloka fékk ÍA umdeilt víti. Garðar Gunnlaugsson fór á punktinn og skoraði af öryggi, hans fyrsta mark í sumar. Nær komst ÍA ekki og 2-1 sigur KR staðreynd. KR er með sex stig en ÍA hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í sumar.Af hverju vann KR?Þeir voru betra liðið í dag og eiga sigurinn fyllilega skilið. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og hefðu átt að vera búnir að skora fleiri mörk þegar Skagamönnum tókst að minnka muninn undir lokin. ÍA voru of bitlausir sóknarlega og átti vörn KR ekki í miklum vandræðum með að ráða við sóknir þeirra gulklæddu. KR-ingar voru ekki alveg nógu beinskeyttir sóknarlega í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa verið yfir í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks komu þeir grimmari til leiks og hefðu vel getað skorað fleiri mörk en það sem Óskar Örn skoraði. KR er með frábært lið og virðast vera komnir á sigurbraut þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki verið stórir í síðustu tveimur leikjum. Þeir eru til alls líklegir í sumar nái þeir inn fleiri mörkum í sinn leik.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Tobias Thomsen mikið í boltanum og þrátt fyrir að hann hafi ekki komið boltanum í netið er hann alltaf hættulegur og hefur sýnt að hann getur skorað. Óskar Örn var bestur hjá Vesturbæingum í dag, skapaði oft hættu og skoraði gott mark með sínum frábæra vinstri fæti. Vörn KR stóð sig sömuleiðis vel í dag og héldu sóknarmönnum Skagamanna í skefjum. Morten Beck skapar alltaf hættu hægra megin og þá var Arnór Sveinn öflugur vinstra megin, sérstaklega þegar hann fór að færa sig framar í síðari hálfleiknum. Hjá ÍA greip Ingvar Þór Kale ágætlega inn í nokkur skipti og þá átti Róbert Menzel ágætan leik í vörninni.Hvað gekk illa?Skagamönnum gekk illa að skapa sér færi og ljóst að Gunnlaugur þjálfari hefur lagt mikla áherslu á varnarleikinn í dag eftir að liðið hafði fengið á sig 8 mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Í dag var það á kostnað sóknarleiksins sem var afar bitlaus og það hefði verið ósannngjarnt ef Skagamenn hefðu náð marki inn í lokin og jafnað metin. KR gekk illa að nýta yfirburði sína. Þeir hefðu átt að skora fleiri mörk í dag og hleyptu leiknum í óþarfa spennu undir lokin.Hvað gerist næst?Framundan eru bikarleikir í vikunni en síðan er komið að tveimur stórleikjum í röð hjá KR. Þeir mæta Val á útivelli í næstu umferð og fá svo FH-inga í heimsókn í leiknum þar á eftir. Þeir þurfa að ná stigum í þeim leikjum ef menn eiga að taka þá alvarlega í titilbaráttunni í sumar. Skagamenn fá Grindvíkinga í heimsókn í næstu umferð. Þeir þurfa nauðsynlega að fara að hala inn stigum og sjá eflaust tækifærið þegar nýliðarnir mæta í heimsókn en Grindavík tapaði illa gegn Ólsurum á heimavelli sínum í kvöld.KR (3-4-3)Stefán Logi Magnússon 5 – Skúli Jón Friðgeirsson 7, Indriði Sigurðsson 6, Gunnar Þór Gunnarsson 6 – Morten Beck 7, Pálmi Rafn Pálmason 5, Finnur Orri Margeirsson 5, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 – Óskar Örn Hauksson 7 (maður leiksins), Tobias Thomsen 6, Kennie Chopart 6.ÍA (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 6 – Hallur Flosason 5, Robert Menzel 6, Hafþór Pétursson 5, Aron Ingi Kristinsson 4 – Arnar Már Guðjónsson 4, Albert Hafsteinsson 5 – Stefán Teitur Þórðarson 4, Þórður Þorsteinn Þórðarson 5, Steinar Þorsteinsson 5 – Garðar Gunnlaugsson 5. Varamenn: Patryk Stefanski 5. Willum: Hefði viljað sjá þriðja markið detta innWillum Þór er þjálfari KR.vísir/andri marinóWillum Þór Þórsson þjálfari KR var ánægður með spilamennsku sinna manna í dag sem og stigin þrjú sem þeir náðu í hús með sigri á ÍA. KR hafði töluverða yfirburði en Skagamenn gerðu þó tilraunir til að jafna undir lokin. „Auðvitað þurftum við að hafa fyrir þessum sigri, við vissum það að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við spila feykilega vel og hafa tök á honum mest megnis. En þetta er fótbolti og ef þú gleymir þér í augnablik, eins og í lokin, þá þarf að berjast fyrir því að sigla þessu heim og við gerðum það og verðum að vera kátir með það,“ sagði Willum Þór við Vísi eftir leik. KR komst yfir snemma leiks eftir sjálfsmark Skagamanna en náðu ekki að skapa sér mikið af færum í fyrri hálfleik og voru oft á tíðum ekki nógu beinskeyttir í sínum sóknarleik. „Við vorum þolinmóðir í fyrri hálfleik. Við vorum að halda boltanum og vissum að þeir myndu liggja til baka. Við ákváðum að fara beittari og fyrr á þá í seinni hálfleik. Það skilaði marki og færum og ég hefði viljað sjá þriðja markið detta inn,“ bætti Willum við en KR-ingar fengu færi til að skora fleiri mörk í dag. ÍA minnkaði muninn undir lokin úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á Stefán Loga Magnússon markmann KR þegar hann fór út í úthlaup og lenti í árekstri við Albert Hafsteinsson leikmann Skagamanna. „Frá mér séð finnst mér Stefán taka boltann og svo skella þeir saman. Hvort það er víti, hann dæmir víti,“ sagði Willum. KR-ingar eru komnir með 6 stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar og hafa unnið tvo leiki í röð. Næsta verkefni KR er Reykjavíkurslagur gegn Völsurum. „Hver einn og einasti leikur er mjög erfiður í þessari deild og við þurfum að fagna þegar vel er gert eins og núna. Svo þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir næsta verkefni,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR að lokum. Gunnlaugur: Getum ekki grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjunGunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna.vísir/ernirGunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið eftir það. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki fram sem varamanni,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.Óskar Örn skoraði seinna mark KR.vísir/antonÓskar Örn Hauksson leikmaður KR skoraði seinna mark liðsins í 2-1 sigri gegn ÍA í kvöld og var vitaskuld ánægður að ná í þrjú stig. „Ég er hrikalega sáttur. Við vorum meðvitaðir um að staðan var 1-0 í fyrsta leiknum á heimavelli þannig að þetta var sama staða. Við fórum vel yfir það að detta ekki niður eins og þá og mér finnst við ná því. Við stjórnum þessum leik frá A til Ö en fáum náttúrulega mark á okkur þegar lítið er eftir og þá kemur smá stress í mannskapinn. Mér fannst þeir í raun ekki skapa neitt eftir það heldur," bætti Óskar Örn við en þar til Skagamenn minnkuðu muninn á 85.mínútu var lítið búið að vera í gangi sóknarlega hjá gestunum. „Mér fannst við hefðum átt að skora fleiri, við áttum að vera búnir að klára þetta og ekki hleypa þessu í þetta stress í lokin. Mér fannst það liggja í loftinu frekar en hitt," bætti Óskar Örn við. Markið hjá Óskari Erni var hans fyrsta í sumar en þessi frábæri leikmaður er lykilmaður í sóknarleik KR-inga og gott fyrir þá ef hann er kominn í gang. „Það er alltaf gaman að skora þegar við vinnum. Þetta er fyrsta markið í sumar og vonandi fylgja fleiri í kjölfarið," sagði Óskar Örn að lokum. Garðar: Verð 100% í næsta leikGarðar Gunnlaugsson í leik með ÍA á síðasta tímabili.vísir/antonGarðar Gunnlaugsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar í tapinu gegn KR í kvöld. Garðar hefur átt við meiðsli að stríða en hann var markahæstur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Skagamenn eru án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar á tímabilinu. „Við stilltum leiknum upp þannig að við ætluðum að liggja til baka og beita skyndisóknum. Mér fannst það takast á stórum köflum, í fyrri hálfleik sérstaklega. Við fáum á okkur sjálfsmark sem er algjör óheppni en annars skapa ekkert í fyrri hálfleik og ég er klaufi að skora ekki í einu hraðaupphlaupinu. Í seinni hálfleik náum við að setja smá þunga á þá í lokin en höfðum ekki alveg nægan kraft," sagði Garðar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Skagamenn höfðu fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum fyrir leikinn í dag og ljóst að mikil áhersla hafði verið lögð á að stoppa í götin varnarlega en það kom niður á sóknarleiknum í dag en hann var frekar bitlaus nær allan tímann. „Í fyrstu tveimur leikjunum vorum við í tómu tjóni varnarlega frá toppi til táar og það var markmiðið í dag að ná því í stand, þessum grunnatriðum. Mér finnst það hafa tekið og ef við tökum eitthvað jákvætt úr þessu þá þurfum við að byggja ofan á það.“ Garðar byrjaði inná í fyrsta sinn á tímabilinu og segist vera að nálgast sitt besta form. „Kroppurinn er fínn en ég hef verið að glíma við veikindi í 2-3 vikur. Það er mikilvægt að fá þessar mínútur og ég hugsa að í næsta leik verði ég orðinn alveg 100%," sagði Garðar Gunnlaugsson að lokum.