Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Ritstjórn skrifar 11. maí 2017 19:00 Glamour/Getty Caitlyn Jenner og Kim Kardashian hafa ekki talað saman í langan tíma en ástæðan er nýútkomin æviminninga bók Caitlyn Jenner, The Secrets of My Life, þar sem Jenner talar opinskátt um fjölskylduna. Bæði Kim Kardashian og Kris Jenner, fyrrum eiginkona Caitlyn Jenner, hafa gagnrýnt innihald bókarinnar og segja hana ekki gefa rétta mynd af fjölskyldunni. Kardashian var í viðtali hjá Ellen á dögunum þar sem bókin barst í tal og sagði hún: „Mér finnst þetta vera óþarfi. Mér finnst þetta ósanngjarnt og ekki sannleikanum samkvæmt“ og á hún þá við það sem er skrifað um móður hennar í bókinni, til að mynda eru fyrrum hjónin ósammála um hvernig og hvenær Kris kemst að því kynleiðréttingu Caitlyn og hvernig hún brást við. Kris hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ekkert vitað né grunað hvað væri í gangi á meðan Caitlyn er ósammála. Caitlyn Jenner, sem þessa dagana er á ferðalagi um heiminn til að kynna bókina, var í viðtali við The Today Show í Ástralíu á dögunum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að bókinni þó að það hafi reitt fjölskylduna til reiði. „Ég elska Kimberly, við eigum mjög gott samband og hún hefur verið mér mjög góð. Það er mikið drama í Kardashian fjölskyldunni, ég veit að það kemur á óvart - en ég elska öll börnin mín, líka Kim,“ segir hún og bætir við að þær hafi samt ekki talað saman í langan tíma. „Í sannleika sagt þá hef ég ekki talað við hana í langan tíma. Ég vil gefa þessu smá tíma til að róast og held mig í fjarlægð. Núna er ég á fullu að reyna að breyta heiminum.“ Mest lesið Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour
Caitlyn Jenner og Kim Kardashian hafa ekki talað saman í langan tíma en ástæðan er nýútkomin æviminninga bók Caitlyn Jenner, The Secrets of My Life, þar sem Jenner talar opinskátt um fjölskylduna. Bæði Kim Kardashian og Kris Jenner, fyrrum eiginkona Caitlyn Jenner, hafa gagnrýnt innihald bókarinnar og segja hana ekki gefa rétta mynd af fjölskyldunni. Kardashian var í viðtali hjá Ellen á dögunum þar sem bókin barst í tal og sagði hún: „Mér finnst þetta vera óþarfi. Mér finnst þetta ósanngjarnt og ekki sannleikanum samkvæmt“ og á hún þá við það sem er skrifað um móður hennar í bókinni, til að mynda eru fyrrum hjónin ósammála um hvernig og hvenær Kris kemst að því kynleiðréttingu Caitlyn og hvernig hún brást við. Kris hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ekkert vitað né grunað hvað væri í gangi á meðan Caitlyn er ósammála. Caitlyn Jenner, sem þessa dagana er á ferðalagi um heiminn til að kynna bókina, var í viðtali við The Today Show í Ástralíu á dögunum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu þegar kemur að bókinni þó að það hafi reitt fjölskylduna til reiði. „Ég elska Kimberly, við eigum mjög gott samband og hún hefur verið mér mjög góð. Það er mikið drama í Kardashian fjölskyldunni, ég veit að það kemur á óvart - en ég elska öll börnin mín, líka Kim,“ segir hún og bætir við að þær hafi samt ekki talað saman í langan tíma. „Í sannleika sagt þá hef ég ekki talað við hana í langan tíma. Ég vil gefa þessu smá tíma til að róast og held mig í fjarlægð. Núna er ég á fullu að reyna að breyta heiminum.“
Mest lesið Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Victoria Beckham hannar fyrir Target Glamour 10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour Zoolander og Hansel gerast gínur Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour