Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur Tómas Valgeirsson skrifar 11. maí 2017 09:15 Ég man þig var frumsýnd fyrir tæpri viku og fékk rífandi aðsókn frumsýningarhelgina en þá sáu um átta þúsund manns myndina. Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét. Eins og flestir og ömmur þeirra eflaust vita er myndin byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Efniviðurinn er brotinn upp í tvær sögur en önnur þeirra sækir harðar í hið yfirnáttúrulega. Sú gerist á Hesteyri og segir frá parinu Katrínu og Garðari ásamt vinkonu þeirra, sem ákveða að gera upp gamalt hús og breyta því í gistiheimili. Draugasagan skrifar sig nánast sjálf þar sem eyðibærinn er afskekktur; þarna er kalt, dimmt og ekkert símasamband, sem á mælikvarða nútímafólks mætti flokka undir alvöru hrylling. Hinn þráðurinn er meira sakamálasaga og fylgir eftir rannsókn lögreglunnar á Ísafirði, þar sem mynstur sérkennilegra dauðsfalla er farið að segja til sín eftir að kona finnst látin í kirkju. Geðlæknirinn Freyr er fenginn til að skoða þetta mál aðeins betur, en áður en langt um líður fer það að ýfa upp gömul sár hjá honum.Jóhannes Haukur stendur sig vel í hlutverki sínu sem Freyr.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKEf það er eitthvað sem sést strax á Ég man þig, er það hversu faglega gerðar umbúðirnar eru. Í tengslum við stílbrögð er Óskar Þór á hraðri leið að verða einn sá færasti sem við höfum og virðist ekki hræðast það að tækla bíóaðlögun á þekktri bók. Sem hans fyrsta mynd í fullri lengd markaði Svartur á leik frábæra innkomu hjá manninum og sýndi fram á örugg tök hans á leikurum sem og getu til að móta sterkar senur; grimmar, lifandi og löðrandi í andrúmslofti. Ég man þig nýtur hiklaust góðs af drunga Vestfjarða, sem rammar allt inn í flottan pakka. Kvikmyndatakan er líka sérstaklega flott, förðunin í lagi og klippingin skemmtilega úthugsuð á tíðum. Framvinda myndarinnar er lágstemmd og tekur sinn tíma en keyrslan er nógu brött til þess að tryggja fitusnauða heild, en á móti leiðir þetta til þess að persónusköpunin ristir aldrei neitt djúpt. Meira er lagt upp úr dulúð ráðgátunnar heldur en því sem er að gerast í kolli persónanna, þó myndina skorti ekki krefjandi eða tilþrifaríkan leik. Jóhannes Haukur ber sig vel og túlkar Frey sem afar sympatískan og viðkunnanlegan mann með holu í hjartanu. Anna Gunndís Guðmundsdóttir gæti þó vel verið sterkasti aðilinn á tjaldinu í hlutverki Katrínar, en hún upplifir einnig vænan skammt af volæði og áföllum af miklum trúverðugleika. Þorvaldur Davíð og Ágústa Eva eru einnig sannfærandi en furðu vannýtt í sínum lykilhlutverkum, eins með Söru Dögg Ásgeirsdóttur í hlutverki rannsóknarlöggunnar Dagnýjar sem virðist eingöngu gegna því hlutverki að útskýra söguþráðinn fyrir áhorfendum.Ég man þig er án efa besta íslenska hrollvekjan eða draugamyndin frá því að Húsið var og hét.Aukaleikarar eru flestir þokkalegir og verður að hrósa Sveini Geirssyni fyrir að ná að halda andliti í eflaust hallærislegustu senu myndarinnar, þar sem hann leggur fyrir okkur reglur og eðli afturgangna. Atriðið gegnir vissum tilgangi en passar illa inn. Það sem kemur þó mest á óvart er hvað draugagangurinn virðist hafa litlu við heildina að bæta og kemur næstum því út eins og uppfylling. Hér er frábær þemagrunnur til staðar í sögunni til þess að stúdera sorg, missi, geðtap og falin leyndarmál hjá helstu persónum myndarinnar en meirihlutinn af því þarf að víkja fyrir dæmigerðari formúlum. Það er ýmislegt langsótt sem handritið biður áhorfandann um að kaupa, ekkert af því kemur afturgöngum endilega við. Stundum er gripið til ódýrra trixa til þess að keyra framvinduna áfram, hvort sem þau varða súrar tilviljanir, sérkennilegar ákvarðanir karaktera eða holur í frásögninni. Spennan næst því aldrei almennilega upp og hryllingurinn er takmarkaður ef ekki pínu flatur. Samtölin eru mörg ópússuð og oft í formi stirðra útskýringarsamræðna. Bestu kaflarnir eru einmitt þegar spilað er með þagnir eða umhverfi. Óskar fær reyndar aukaplús fyrir að styðjast sem minnst við bregðuatriði. Gerist alveg einu sinni eða tvisvar að „sjokk-faktorinn“ hitti í mark en ákvörðunin að drekkja myndina með hávaða og djúpri bassatónlist dregur úr stemningunni frekar en að styrkja hana. Mynd eins og Ég man þig stendur svolítið og fellur með andrúmsloftinu, einnig trúðverðugleika og gripi sögunnar. Það er ýmislegt sem gengur upp í þessari útkomu, þó tómleg sé, og það sem meira máli skiptir er að fólk sem er ekki vant því að horfa á hrollvekjur er líklegra til að spenna rassvöðvana og hanga á sætisbrúninni á einhverjum tímapunkti.Niðurstaða: Samsetningin er á yfirborðinu í toppstandi og leikurinn traustur, en holótt saga og stíf samtöl draga aðeins úr kraftinum. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét. Eins og flestir og ömmur þeirra eflaust vita er myndin byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Efniviðurinn er brotinn upp í tvær sögur en önnur þeirra sækir harðar í hið yfirnáttúrulega. Sú gerist á Hesteyri og segir frá parinu Katrínu og Garðari ásamt vinkonu þeirra, sem ákveða að gera upp gamalt hús og breyta því í gistiheimili. Draugasagan skrifar sig nánast sjálf þar sem eyðibærinn er afskekktur; þarna er kalt, dimmt og ekkert símasamband, sem á mælikvarða nútímafólks mætti flokka undir alvöru hrylling. Hinn þráðurinn er meira sakamálasaga og fylgir eftir rannsókn lögreglunnar á Ísafirði, þar sem mynstur sérkennilegra dauðsfalla er farið að segja til sín eftir að kona finnst látin í kirkju. Geðlæknirinn Freyr er fenginn til að skoða þetta mál aðeins betur, en áður en langt um líður fer það að ýfa upp gömul sár hjá honum.Jóhannes Haukur stendur sig vel í hlutverki sínu sem Freyr.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKEf það er eitthvað sem sést strax á Ég man þig, er það hversu faglega gerðar umbúðirnar eru. Í tengslum við stílbrögð er Óskar Þór á hraðri leið að verða einn sá færasti sem við höfum og virðist ekki hræðast það að tækla bíóaðlögun á þekktri bók. Sem hans fyrsta mynd í fullri lengd markaði Svartur á leik frábæra innkomu hjá manninum og sýndi fram á örugg tök hans á leikurum sem og getu til að móta sterkar senur; grimmar, lifandi og löðrandi í andrúmslofti. Ég man þig nýtur hiklaust góðs af drunga Vestfjarða, sem rammar allt inn í flottan pakka. Kvikmyndatakan er líka sérstaklega flott, förðunin í lagi og klippingin skemmtilega úthugsuð á tíðum. Framvinda myndarinnar er lágstemmd og tekur sinn tíma en keyrslan er nógu brött til þess að tryggja fitusnauða heild, en á móti leiðir þetta til þess að persónusköpunin ristir aldrei neitt djúpt. Meira er lagt upp úr dulúð ráðgátunnar heldur en því sem er að gerast í kolli persónanna, þó myndina skorti ekki krefjandi eða tilþrifaríkan leik. Jóhannes Haukur ber sig vel og túlkar Frey sem afar sympatískan og viðkunnanlegan mann með holu í hjartanu. Anna Gunndís Guðmundsdóttir gæti þó vel verið sterkasti aðilinn á tjaldinu í hlutverki Katrínar, en hún upplifir einnig vænan skammt af volæði og áföllum af miklum trúverðugleika. Þorvaldur Davíð og Ágústa Eva eru einnig sannfærandi en furðu vannýtt í sínum lykilhlutverkum, eins með Söru Dögg Ásgeirsdóttur í hlutverki rannsóknarlöggunnar Dagnýjar sem virðist eingöngu gegna því hlutverki að útskýra söguþráðinn fyrir áhorfendum.Ég man þig er án efa besta íslenska hrollvekjan eða draugamyndin frá því að Húsið var og hét.Aukaleikarar eru flestir þokkalegir og verður að hrósa Sveini Geirssyni fyrir að ná að halda andliti í eflaust hallærislegustu senu myndarinnar, þar sem hann leggur fyrir okkur reglur og eðli afturgangna. Atriðið gegnir vissum tilgangi en passar illa inn. Það sem kemur þó mest á óvart er hvað draugagangurinn virðist hafa litlu við heildina að bæta og kemur næstum því út eins og uppfylling. Hér er frábær þemagrunnur til staðar í sögunni til þess að stúdera sorg, missi, geðtap og falin leyndarmál hjá helstu persónum myndarinnar en meirihlutinn af því þarf að víkja fyrir dæmigerðari formúlum. Það er ýmislegt langsótt sem handritið biður áhorfandann um að kaupa, ekkert af því kemur afturgöngum endilega við. Stundum er gripið til ódýrra trixa til þess að keyra framvinduna áfram, hvort sem þau varða súrar tilviljanir, sérkennilegar ákvarðanir karaktera eða holur í frásögninni. Spennan næst því aldrei almennilega upp og hryllingurinn er takmarkaður ef ekki pínu flatur. Samtölin eru mörg ópússuð og oft í formi stirðra útskýringarsamræðna. Bestu kaflarnir eru einmitt þegar spilað er með þagnir eða umhverfi. Óskar fær reyndar aukaplús fyrir að styðjast sem minnst við bregðuatriði. Gerist alveg einu sinni eða tvisvar að „sjokk-faktorinn“ hitti í mark en ákvörðunin að drekkja myndina með hávaða og djúpri bassatónlist dregur úr stemningunni frekar en að styrkja hana. Mynd eins og Ég man þig stendur svolítið og fellur með andrúmsloftinu, einnig trúðverðugleika og gripi sögunnar. Það er ýmislegt sem gengur upp í þessari útkomu, þó tómleg sé, og það sem meira máli skiptir er að fólk sem er ekki vant því að horfa á hrollvekjur er líklegra til að spenna rassvöðvana og hanga á sætisbrúninni á einhverjum tímapunkti.Niðurstaða: Samsetningin er á yfirborðinu í toppstandi og leikurinn traustur, en holótt saga og stíf samtöl draga aðeins úr kraftinum.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira