Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:07 Svala Björgvinsdóttir hlaut yfirburðarkosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún komst ekki upp úr undankeppni Eurovision í gærkvöldi. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina. Eurovision Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina.
Eurovision Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira