Vísir skoðar betur flautumörkin í 2. umferð Pepsi-deildarinnar | Svona mikið var eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:30 KR, KA og Grindavík skoruðu öll mörk í uppbótartíma í leikjum sínum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. KR og Grindavík tryggðu sér sigur en KA-menn tryggðu sér jafntefli á heimavelli Íslandsmeistaranna. Vísir hefur sett saman myndband með þessum dramatísku mörkum og við höfum reiknað út hversu mikið var í raun eftir af leiknum þegar mörkin duttu inn á síðustu stundu í þessum leikjum. Stefán Snær Geirmundsson klippti saman upptökur af mörkunum þremur og setti líka inn skeiðklukku sem sýnir hversu í raun stuttan tíma hin liðin fengu til að svara. Víkingar fengu lengsta tímann eða 32 sekúndur og þeir komust í gott færi til að svara en tókst ekki að skora. Dómararnir flautuðu hinsvegar leikina af í Ólafsvík og í Kaplakrika nánast strax eftir lið FH og Víkinga byrjuðu með boltann á miðjunni. Það voru því sannkölluð flautumörk. FH og KR er eins og spáð í titlabaráttuna í ár og þessar dramatísku lokamínútur skiptu þessi lið miklu máli. FH var þannig með fimm stigum meira en KR þegar komið fram í uppbótartíma leikjanna en eftir að lokaflautið gall þá munaði bara einu stigi á liðunum. Það má sjá myndbandið með mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessi þrjú mörk.3:29 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Ásgeir Sigurgeirsson skoraði jöfnunarmark KA á móti Íslandsmeisturum FH þegar 3:29 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Pétur Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að FH-ingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:49 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR þegar 2:49 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að Ólafsvíkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:23 mínútur liðnar af uppbótartíma og 32 sekúndur eftir Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmark Grindavíkur á móti Reykjavíkur-Víkingum þegar 2:23 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leikinn af 32 sekúndum eftir að Víkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.Stigamunur á FH og KR á 90. mínútu leikjanna í 2. umferð FH 6 stig KR 1 stigFH með 5 stiga forskot á KR O Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir KR á móti Víkingi Ó. á 90.+3 mínútu O Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA á móti FH á 90.+4 mínútuStigamunur á FH og KR í leikslok leikjanna í 2. umferð FH 4 stig KR 3 stigFH með 1 stigs forskot á KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
KR, KA og Grindavík skoruðu öll mörk í uppbótartíma í leikjum sínum í 2. umferð Pepsi-deildar karla. KR og Grindavík tryggðu sér sigur en KA-menn tryggðu sér jafntefli á heimavelli Íslandsmeistaranna. Vísir hefur sett saman myndband með þessum dramatísku mörkum og við höfum reiknað út hversu mikið var í raun eftir af leiknum þegar mörkin duttu inn á síðustu stundu í þessum leikjum. Stefán Snær Geirmundsson klippti saman upptökur af mörkunum þremur og setti líka inn skeiðklukku sem sýnir hversu í raun stuttan tíma hin liðin fengu til að svara. Víkingar fengu lengsta tímann eða 32 sekúndur og þeir komust í gott færi til að svara en tókst ekki að skora. Dómararnir flautuðu hinsvegar leikina af í Ólafsvík og í Kaplakrika nánast strax eftir lið FH og Víkinga byrjuðu með boltann á miðjunni. Það voru því sannkölluð flautumörk. FH og KR er eins og spáð í titlabaráttuna í ár og þessar dramatísku lokamínútur skiptu þessi lið miklu máli. FH var þannig með fimm stigum meira en KR þegar komið fram í uppbótartíma leikjanna en eftir að lokaflautið gall þá munaði bara einu stigi á liðunum. Það má sjá myndbandið með mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessi þrjú mörk.3:29 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Ásgeir Sigurgeirsson skoraði jöfnunarmark KA á móti Íslandsmeisturum FH þegar 3:29 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Pétur Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að FH-ingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:49 mínútur liðnar af uppbótartíma og 5 sekúndur eftir Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR þegar 2:49 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautaði leikinn af aðeins fimm sekúndum eftir að Ólafsvíkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.2:23 mínútur liðnar af uppbótartíma og 32 sekúndur eftir Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmark Grindavíkur á móti Reykjavíkur-Víkingum þegar 2:23 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leikinn af 32 sekúndum eftir að Víkingar byrjuðu aftur með boltann á miðju.Stigamunur á FH og KR á 90. mínútu leikjanna í 2. umferð FH 6 stig KR 1 stigFH með 5 stiga forskot á KR O Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir KR á móti Víkingi Ó. á 90.+3 mínútu O Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrir KA á móti FH á 90.+4 mínútuStigamunur á FH og KR í leikslok leikjanna í 2. umferð FH 4 stig KR 3 stigFH með 1 stigs forskot á KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann