Veitingastaðurinn Sbarro, sem meðal annars hefur útibú í Kringlunni og Smáralind, hefur verið valinn í tímabundið veitingarými sem sett verður upp í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar.
Þetta er í fyrsta sinn sem Isavia auglýsir eftir aðilum í tímabundið rými en fyrirkomulagið er þekkt á flugvöllum erlendis. Útleigutímabil er frá 1. júní 2017 til 20. nóvember 2017 og er stefnt að opnun veitingasölunnar um miðjan júní.
Isavia auglýsti í apríl eftir aðilum til að reka veitingasölu í rýminu sem er á biðsvæði fyrir skiptifarþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku.
Fjórtán aðilar sendu inn umsókn á fyrra stigi og fengu fimm þeirra tækifæri til að skila inn frekari gögnum fyrir valnefnd sem í sátu einn fulltrúi frá Isavia og tveir utanaðkomandi aðilar. Valnefnd þótti Sbarro líklegasti aðilinn til að skila sem bestum árangri að teknu tilliti til auglýstra viðmiða.
Í tilkynningu frá Isavia segir að skiptifarþegum hafi farið fjölgandi undanfarin ár og að þarfir þeirra til afgreiðsluhraða á veitingum séu oft aðrar en þeirra sem hafa viðdvöl í landinu. Þeir dvelji skemur í flugstöðinni og í þjónustukönnunum Isavia hefur komið fram að skiptifarþegum hefur þótt vanta upp á úrval veitingastaða í suðurbyggingu.
Isavia stefnir að því að leigja tímabundin rými út yfir vetrar- og sumartímabil og er stefnt að því að bjóða einnig út verslunarrými yfir vetrartímann.
Sbarro opnar tímabundið í Leifsstöð
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent


Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur

Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár
Viðskipti innlent

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent