Miranda Kerr giftist stofnanda Snapchat um helgina Ritstjórn skrifar 29. maí 2017 10:45 Glamour/Getty Fyrirsætan Miranda Kerr og stofnandi Snapchat, Evan Spiegel, gengu í það heilaga á heimili sínu í Brentwood í Kaliforníu um helgina. Athöfnin var látlaus þar sem þau voru umkringd sínum nánustu vinum og fjölskyldu, en gestalistinn taldi um 50 manns. Parið hittist á viðburði Louis Vuitton fyrir tveimur árum síðan og tilkynntu svo trúlofun sína í fyrra með eftirminnilegum hætti, einmitt á Snapchat. Fyrirsætan, sem á fimm ára son með leikaranum Orlando Bloom, gaf það út í viðtali í tengslum við trúlofun sína að Spiegel vildi halda í hefðirnar og að þau væru að bíða með að sofa saman fyrr en eftir brúðkaupið. Það er spuring hvort að brúðkaupið hafi verið í beinni á Snapchat? Mest lesið Eitt það besta við Óskarinn Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour
Fyrirsætan Miranda Kerr og stofnandi Snapchat, Evan Spiegel, gengu í það heilaga á heimili sínu í Brentwood í Kaliforníu um helgina. Athöfnin var látlaus þar sem þau voru umkringd sínum nánustu vinum og fjölskyldu, en gestalistinn taldi um 50 manns. Parið hittist á viðburði Louis Vuitton fyrir tveimur árum síðan og tilkynntu svo trúlofun sína í fyrra með eftirminnilegum hætti, einmitt á Snapchat. Fyrirsætan, sem á fimm ára son með leikaranum Orlando Bloom, gaf það út í viðtali í tengslum við trúlofun sína að Spiegel vildi halda í hefðirnar og að þau væru að bíða með að sofa saman fyrr en eftir brúðkaupið. Það er spuring hvort að brúðkaupið hafi verið í beinni á Snapchat?
Mest lesið Eitt það besta við Óskarinn Glamour Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Sakar Saint Laurent um að herma eftir Kanye West Glamour Lady Gaga kemur fram í stað Beyonce á Coachella Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Hvað stóð upp úr árið 2017? Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Beint af pallinum í París í H&M Glamour Serena Williams á von á sínu fyrsta barni Glamour