Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 19:22 Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag Logi Ólafsson, sem er að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru, verður eftirmaður Milos Milojevic sem hætti með Víkinga fyrir síðustu helgi og tók síðan við Blikum á mánudaginn. Víkingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð, nú síðast á móti Blikum undir stjórn Dragan Kazic, og er liðið í 9. sæti eftir fjóra leiki. Næsti leikur er á móti nýliðum KA fyrir norðan á laugardaginn. „Það er bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni,“ sagði Logi við Arnar en var hann ekki hættur í þjálfun? „Ég var hættur og hef ekki sóst eftir þjálfarastarfi en svo kemur þetta upp með Víking, félag sem ég stend í töluverði þakkaskuld við. Þetta var það félag sem gaf mér tækifæri fyrir aldarfjórðungi síðan og það toguðu því einhverjar taugar í þegar þetta var ákveðið,“ sagði Logi. „Eins og knattspyrnuþjóðin veit þá er ekki langt síðan Milos hvarf af braut. Þetta tók ekki langan tíma. Við settumst niður og því lengra sem leið á samtalið því nær komust við hvorum öðrum. Þetta er síðan niðurstaðan,“ sagði Logi. Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 1991 en þá þjálfaði Logi liðið. Ætlar hann að gera Víking að meisturum? „Við skulum spara allar yfirlýsingar en við munum reyna að laga það sem aflögu hefur farið fram að þessu, reyna að bæta leik liðsins og ná einhverjum sigrum í hús. Ég treysti þér og þínum mönnum til að telja stigin í lokin,“ sagði Logi. „Það er kannski hrokafullt að fara að lýsa því yfir að það verði strax einhverjar áþreifanlegar breytingar á liðinu í fyrsta leik. Ég er með Dragan og Cardaklija hérna með mér og þeir hafa fylgt þessu liði og þekkja það betur. Við munum í sameiningu reyna að finna það sem hentar best þessu liði. Við þurfum góða liðsheld, þurfum stemmningu í liðið og smá ákefð,“ sagði Logi. Pepsi-mörkin missa nú Loga en hann er enn einn knattspyrnuspekingur Pepsi-markanna sem stekkur inn í þjálfarastarf. „Það hefur verið skemmtilegur tími. Frá því að ég lauk störfum í Garðabæ 2013 þá hef ég verið í þeim starfgeira hvort sem er að lýsa leikjum eða vera í Pepsi-mörkunum. Þetta eru allt góðir strákar sem gjarnan fá tilboð um þjálfun nema einn. Hörður Magnússon hefur ekki ennþá fengið tilboð en það stendur vonandi til bóta,“ sagði Logi brosandi að lokum. Það er hægt að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrr ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09 Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47 Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli "Þetta var hönnuð atburðarrás,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, um brotthvarf Milosar Milojevic frá Víkingi sem síðan endaði sem þjálfari Breiðabliks. 23. maí 2017 12:09
Logi í viðræðum við Víkinga Maðurinn sem gerði Víking síðast að Íslandsmeistara gæti tekið aftur við liðinu. 24. maí 2017 09:47
Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55
Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann. 23. maí 2017 15:04