Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 13:36 Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson um ákvörðun Flugfélags Íslands. Vísir „Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn: Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn:
Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15