Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2017 15:04 Milos Milojevic og Hajrudin Cardakilja lenti saman. vísir/ernir/gva Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira