Ponzinibbio hræðist ekki Gunnar Nelson: Ég hef kraft til að rota hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 09:45 Santiago Ponzinibbio er á hraðferð upp metorðalistann. vísir/getty Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio. MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Sjá meira
Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio.
MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Sjá meira