Conor er búinn að ná samkomulagi um bardagann við UFC og nú vantar aðeins að Mayweather skrifi undir svo bardaginn geti farið fram.
Mayweather ætlar að hefja viðræður við Dana White, forseta UFC, í vikunni. Ef allt gengur upp verður af bardaganum á þessu ári.
Þeir eru báðir byrjaðir að æfa fyrir bardagann og Conor birti í gær myndir af sér á boxæfingu.
Hann nýtti líka tækifærið til þess að setja pressu á Mayweather.
„Skrifaðu undir Floyd eða þú ert ekkert nema kjafturinn,“ sagði hinn nýbakaði faðir í Dublin.