„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 22. maí 2017 00:03 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira