„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 22. maí 2017 00:03 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira