Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Valsmenn fagna í leikslok. vísir/ernir „Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“ Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira