Anton: Við slátruðum þeim Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:36 Anton fagnar eftir leikinn. vísir/ernir „Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Þetta er gjörsamlega frábært tímabil og með Evrópukeppninni líka. Ég er hrikalega stoltur af okkur hér í dag,“ sagði Anton Rúnarsson leikmaður Valsmanna sem skoraði fjögur mörk í sigrinum á FH. „Það skiptir engu máli hvort við séum þremur undir eða þremur yfir, við spilum bara okkar leik. Við vorum bara ánægðir með að vera tveimur undir í hálfleik og vissum það að þegar við myndum komast á skrið þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur. Við gerðum það í síðari hálfleik og við gjörsamlega slátruðum þeim,“ bætti Anton við en Valsmenn unnu síðari hálfleikinn með níu mörkum. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom gríðarlega öflugur inn í Valsmarkið í seinni hálfleik eftir að Hlynur Morthens hafði varið ágætlega í þeim fyrri. „Siggi kemur frábær inn, hann er búinn að vera heitur í síðustu leikjum og búinn að eiga frábært tímabil. Við erum klókir og lögðum þetta upp sem úrslitaleik og uppskárum eftir því.“ Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu unnust á útivelli og Valsmenn unnu því þrjá leiki hér í Kaplakrika. „Við vorum búnir að vinna hér tvisvar áður og vissum að við gætum gert það í þriðja sinn. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu, hann var ekki síðasta fimmtudag. Nú var allt undir og þá erum við klárir. Ég er virkilega stoltur af þessu,“ sagði Anton að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
„Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Þetta er gjörsamlega frábært tímabil og með Evrópukeppninni líka. Ég er hrikalega stoltur af okkur hér í dag,“ sagði Anton Rúnarsson leikmaður Valsmanna sem skoraði fjögur mörk í sigrinum á FH. „Það skiptir engu máli hvort við séum þremur undir eða þremur yfir, við spilum bara okkar leik. Við vorum bara ánægðir með að vera tveimur undir í hálfleik og vissum það að þegar við myndum komast á skrið þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur. Við gerðum það í síðari hálfleik og við gjörsamlega slátruðum þeim,“ bætti Anton við en Valsmenn unnu síðari hálfleikinn með níu mörkum. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom gríðarlega öflugur inn í Valsmarkið í seinni hálfleik eftir að Hlynur Morthens hafði varið ágætlega í þeim fyrri. „Siggi kemur frábær inn, hann er búinn að vera heitur í síðustu leikjum og búinn að eiga frábært tímabil. Við erum klókir og lögðum þetta upp sem úrslitaleik og uppskárum eftir því.“ Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu unnust á útivelli og Valsmenn unnu því þrjá leiki hér í Kaplakrika. „Við vorum búnir að vinna hér tvisvar áður og vissum að við gætum gert það í þriðja sinn. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu, hann var ekki síðasta fimmtudag. Nú var allt undir og þá erum við klárir. Ég er virkilega stoltur af þessu,“ sagði Anton að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. 21. maí 2017 18:45
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09
Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24