Íslensku keppendurnir rökuðu inn verðlaunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2017 21:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk fengu báðar gull í dag. vísir/anton Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag. Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir fóru á fulla ferð í San Marinó í dag og okkar fólk var fljótt að láta til sín taka. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir braut ísinn með því að vinna fyrsta gullið í 200 metra baksundi. Hún vann með miklum yfirburðum þó svo hún hefði verið langt frá Íslandsmets tíma sínum. Bryndís Rún Hansen tók svo gullið í 100 metra skriðsundi sem var æsispennandi. Þriðja gullið í lauginni kom svo þegar Hranfhildur Lúthersdóttir hreppti gullið í 200 metra fjórsundi. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Viktor Máni Vilbergsson fékk líka brons í 200 metra fjórsundi. Bryndís Bolladóttir hlaut bronsverðlaun í 200 metra flugsundi og Þröstur Bjarnason hlaut einnig bronsverðlaun í 200 metra flugsundi. Ásdís Hjálmsdóttir pakkaði spjótkastkeppninni saman en hún kastað 60,03 metra. Næsti keppandi kastaði rúma 49 metra. Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkskeppnina með stökki upp á 7,42 metra. Hulda Þorsteinsdóttir fékk svo gull í stangarstökkinu þar sem hún stökk 4,20 metra. Óðinn Björn Þorsteinsson kastaði 17,59 metra í kúluvarpinu og það dugði til bronsverðlauna. Ari Bragi Kárason fékk brons í 100 metra hlaupi er hann kom í mark á 10,81 sekúndu. Kolbeinn Höður Gunnarsson átti næstbesta tímann í undanrásunum en var dæmdur úr leik í úrslitunum. Óskar Ómarsson varð í sjötta sæti af 28 keppendum í götuhjólreiðum karla. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir vann aftur á móti til silfurverðlauna í kvennaflokki. Blaklandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í dag gegn Kýpur. Báðir leikir fóru 3-1 fyrir Kýpur. Kvennalandsliðið í strandblaki tapaði 2-1 fyrir San Marínó i hörkuleik. Heiða Gunnarsdóttir og Matthildur Einarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands en þær eru aðeins 17 og 15 ára gamlar. Valgeir Valgeirsson og Benedikt Valtýsson skipa karlalandsliðið og þeir töpuðu 2-0 gegn Liechtenstein. Allir íslensku tenniskeppendurnir töpuðu sínum leikjum í dag.
Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira