Víðishjartað er rosalega sterkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2017 06:00 Jón Gunnar Sæmundsson er fyrirliði Víðis. vísir/stefán 16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti. Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti.
Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira