Benedikt: Fyrstur til að viðurkenna hnökra á fjármálaáætluninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 13:40 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára ekki standast lög og var harðorð í garð hennar á Alþingi í dag. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist viðurkenna hnökra á áætluninni, en að vinna hafi verið sett í gang til þess að bæta vinnulag við gerð hennar. „Það er eðlilegt að ýmsir hnökrar eru á framsetningu og ég er manna fyrstur til að viðurkenna að svo sé,“ sagði Benedikt í umræðum um fjármálaáætlunina á Alþingi í dag. Verklag verði bætt og að meðal annars verði litið til fjármálaáætlana annarra Norðurlanda.Gagnsæið ekkert Stjórnarandstaðan vísaði meðal annars til umsagnar fjármálaráðs um áætlunina, sem var nokkuð gagnrýnin á hana: „Það sem auðvitað hefur vakið athygli við þessa fjármálaáætlun er í fyrsta lagi umsögn óháðs fjármálaráðs um áætlunina og ég held ég sé ekki að fara offari þegar ég segi að sú umsögn er í raun falleinkunn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þar sé bent á að áætlunin sé ekki í samræmi við þau grunngildi sem getið sé um í lögum um opinber fjármál, hvað varði stöðugleika og gagnsæi. „Sérstaklega er þetta áberandi hvað varðar gagnsæið sem er nánast ekkert í þessari áætlun því það vantar gríðarmiklar grunnforsendur og baklegar tölur til þess að áætlunin geti talist gagnsæ,“ sagði hún.Verið að fremja lögbrot Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tók undir þessi orð. „Það er ekki verið að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag. Það sem allir eru sammála um, bæði þingmenn í þessum sal og utanaðkomandi aðilar eins og fjármálaráð, er að það skortir verulega á að framsetningin að þessu uppfylli lagaleg skilyrði og að það vanti meiri greiningar á milli fjárfestinga og reksturs og annarra hagrænna þátta.“ Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að um ófagleg vinnubrögð væri að ræða. „Það er ekki hægt að segja annað en að hér sé verið að fremja lögbrot því það kemur mjög skýrt fram í lögum um fjárlagagerð að þau verði að fara fram eftir ákveðnum forsendum. Það á ekki við núna.“ Síðasti fundur Alþingis áður en fundum þingsins verður frestað og þingmenn fara í frí er í dag. Fjölmörg mál eru á dagskrá þingsins og reikna má með að þingfundur verði fram á kvöld. Þau mál sem sett verða á ís eru áfengisfrumvarpið, rammaáætlun, rafrettufrumvarpið og frumvarp um fjölda borgarfulltrúa, vegna ágreinings sem um þau ríkir. Fríverslunarsamningur við Filippseyjar verður sömuleiðis látinn bíða betri tíma. Reikna má með að frumvarp um jafnlaunavottun og frumvarp um viðbótarfjármögnun vegna Vaðlaheiðarganga fái afgreiðslu, en alls eru 38 mál á dagskránni.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira