64 milljarðar út um gluggann Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 10:22 Vísir/epa Virði International Airlines Group (IAG), eiganda flugfélagsins British Airways, lækkaði um ríflega hálfan milljarð punda, sem jafngildir 64 milljörðum króna, eftir að bilun í tölvukerfi raskaði flugi tugþúsunda farþega um helgina. Hlutabréf í IAG hafa fallið um 4% í morgun en nær öll þjónusta British Airways lá niðri frá bresku flugvöllunum Heathrow og Gatwick á laugardag.Sjá einnig: Hætt við allar flugferðir British Airways Talið er að um 75 þúsund farþegar hafi orðið fyrir barðinu á biluninni um helgina. Flugfélagið segir í samtali við fjölmiðla í morgun að allt gangi nú samkvæmt áætlun en viðurkennir þó að fjöldi farþega hafi enn ekki fengið farangurinn sinn. Unnið sé hörðum höndum við að leysa úr flækjunni. Sérfræðingar áætla að British Airways gæti þurft að greiða allt að 150 milljónir punda í bætur, um 19 milljarða króna, vegna tölvubilunarinnar. Fjöldi farþega þurfti að kaupa flugmiða hjá öðrum félögum með tilheyrandi kostnaði og segir í frétt Guardian að dæmi séu um að strandaglópar á Gatwick og Heathrow hafi þurft að greiða 200 þúsund krónur til að komast leiðar sinnar. Fjölmargir hafa farið fram á afsögn forstjóra British Airways, Alex Cruz, vegna málsins sem hefur beðið viðskiptavini afsökunar og sagt að bilunin sé nú til rannsóknar. Hann fullyrðir að fátt bendi til þess að um tölvuárás hafi verið að ræða.Our Chairman and CEO, Alex Cruz, apologises for the disruption caused by the recent IT system issues and... https://t.co/DRqwuM3SvF— British Airways (@British_Airways) May 29, 2017 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélar British Airways í loftið á ný Þó má búast við frekari seinkunum og einhverjum flugferðum verður aflýst fram á mánudag. 28. maí 2017 09:33 Voru 46 klukkutíma á ferðalagi en eiga að keppa í dag Keppnisfólk Íslands í körfubolta og sundi lenti í ótrúlegum hremmingum á leið sinni á Smáþjóðaleikana. 30. maí 2017 08:30 Hætt við allar flugferðir British Airways Hætt hefur verið við flugferðir á vegum British Airlines frá Heathrow og Gatwick í London vegna bilunar í tölvukerfi félagsins. 27. maí 2017 17:38 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Virði International Airlines Group (IAG), eiganda flugfélagsins British Airways, lækkaði um ríflega hálfan milljarð punda, sem jafngildir 64 milljörðum króna, eftir að bilun í tölvukerfi raskaði flugi tugþúsunda farþega um helgina. Hlutabréf í IAG hafa fallið um 4% í morgun en nær öll þjónusta British Airways lá niðri frá bresku flugvöllunum Heathrow og Gatwick á laugardag.Sjá einnig: Hætt við allar flugferðir British Airways Talið er að um 75 þúsund farþegar hafi orðið fyrir barðinu á biluninni um helgina. Flugfélagið segir í samtali við fjölmiðla í morgun að allt gangi nú samkvæmt áætlun en viðurkennir þó að fjöldi farþega hafi enn ekki fengið farangurinn sinn. Unnið sé hörðum höndum við að leysa úr flækjunni. Sérfræðingar áætla að British Airways gæti þurft að greiða allt að 150 milljónir punda í bætur, um 19 milljarða króna, vegna tölvubilunarinnar. Fjöldi farþega þurfti að kaupa flugmiða hjá öðrum félögum með tilheyrandi kostnaði og segir í frétt Guardian að dæmi séu um að strandaglópar á Gatwick og Heathrow hafi þurft að greiða 200 þúsund krónur til að komast leiðar sinnar. Fjölmargir hafa farið fram á afsögn forstjóra British Airways, Alex Cruz, vegna málsins sem hefur beðið viðskiptavini afsökunar og sagt að bilunin sé nú til rannsóknar. Hann fullyrðir að fátt bendi til þess að um tölvuárás hafi verið að ræða.Our Chairman and CEO, Alex Cruz, apologises for the disruption caused by the recent IT system issues and... https://t.co/DRqwuM3SvF— British Airways (@British_Airways) May 29, 2017
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélar British Airways í loftið á ný Þó má búast við frekari seinkunum og einhverjum flugferðum verður aflýst fram á mánudag. 28. maí 2017 09:33 Voru 46 klukkutíma á ferðalagi en eiga að keppa í dag Keppnisfólk Íslands í körfubolta og sundi lenti í ótrúlegum hremmingum á leið sinni á Smáþjóðaleikana. 30. maí 2017 08:30 Hætt við allar flugferðir British Airways Hætt hefur verið við flugferðir á vegum British Airlines frá Heathrow og Gatwick í London vegna bilunar í tölvukerfi félagsins. 27. maí 2017 17:38 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélar British Airways í loftið á ný Þó má búast við frekari seinkunum og einhverjum flugferðum verður aflýst fram á mánudag. 28. maí 2017 09:33
Voru 46 klukkutíma á ferðalagi en eiga að keppa í dag Keppnisfólk Íslands í körfubolta og sundi lenti í ótrúlegum hremmingum á leið sinni á Smáþjóðaleikana. 30. maí 2017 08:30
Hætt við allar flugferðir British Airways Hætt hefur verið við flugferðir á vegum British Airlines frá Heathrow og Gatwick í London vegna bilunar í tölvukerfi félagsins. 27. maí 2017 17:38