Farþegar sem ætluðu að fljúga frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi með flugvél Air Iceland Connect, töfðust í að minnsta kosti tvær klukkustundir eftir að farangursvagni var ekið utan í vélina á flugvellinum og valdið einhverjum skemmdum.
Ekki þótti ráðlegt að fljúga vélinni suður nema hún yrði skoðuð vel áður, svo vél var send frá Reykjavík með flugvirkja til verksins og flutti hún svo farþegana til Reykjavíkur.
Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort skemmdirnar eru alvarlegar.
Flugfarþegar töfðust um rúmar tvær klukkustundir á Akureyri
Gissur Sigurðsson skrifar
