Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2017 07:32 Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun