Ný ritröð frá höfuðstað Norðurlands Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. júní 2017 07:00 Höfundar ritanna ásamt Júlíu Runólfsdóttur, hönnuði. Mynd/Hugi Hlynsson Flóra er menningarstaður á Akureyri með þríþætta starfsemi: menningarviðburði, vinnustofur og svo verslun og allt er þetta staðsett í hjarta Akureyrarbæjar. Flóra hefur verið starfrækt í sex ár og gefa nú út fyrsta holl ritraðarinnar Pastel. Af því tilefni verður útgáfuhóf í Flóru á Akureyri á föstudaginn klukkan 17. „Við erum að fagna útgáfu fyrstu fimm rita í ritröðinni Pastel sem er gefinn útaf Flóru. Þessi útgáfa er í raun hluti af okkar menningardagskrá. Við erum alltaf með árlegt menningarprógramm sem samanstendur af sýningum, tónleikum, uppákomum, upplestrum og svo framvegis. Í ár ákváðum við að hluti af menningardagskrá Flóru væri þessu útgáfa. Það eru væntanleg fleiri rit í ritröðinni á næstu árum – á hverju vori að minnsta kosti og jafnvel eitthvað inn á milli líka,“ segir Kristín Kjartansdóttir framkvæmdarstýra Flóru. Höfundar í þessu fyrsta holli koma úr ýmsum áttum úr hinum skapandi geira, en þeir eru Margrét H. Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Megas og Hlynur Hallsson. Útgáfan er aðeins hundrað eintök sem eru árituð og númeruð og þau munu ekki vera endurútgefin. Öll ritin voru unnin í nánu samstarfi hönnuðar ritraðarinnar, Júlíu Runólfsdóttur, og höfundar – þannig að það má segja að útkoman sé nokkuð persónubundin eftir höfundinum. Pastel er allt gefið út og prentað á Akureyri þó að höfundarnir séu sumir hverjir úr höfuðborginni. „Þetta eru lítil rit, fyrirmyndin af þeim eru gamlir bæklingar frá því um miðri tuttugustu öld sem við fengum gefins í fyrra frá bóndabæ hér á Norðurlandi – þau gáfu okkur mikið af gömlum ritum og þar á meðal voru fundargerðir sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu. Þær eru í þessu formati - útlitið á þeim er þannig að þau eru lítil og þunn, mjög hversdagsleg, þetta eru náttúrulega fundargerðir. Júlía Runólfsdóttir hönnuður er sú sem hannaði ritin fyrir okkur og setti þau upp hún vann út frá þessum gömlu ritum varðandi útlitið og stílinn. Þetta er eins og maður sé að fá í hendurnar einhverskonar samantekt – en innihaldið er allt annað. Það er erfitt að skilgreina efnið – allir höfundarnir liggja svolítið á milli ýmissa sviða skapandi geirans. Þetta eru prósaljóð, frásagnir, dagbókarbrot og svo er myndefni veigamikið á köflum, hjá sumum meira en öðrum. Þetta er svolítið myndefni en þetta teljast samt ritverk. Það er gaman að geta gefið út svona verk hér á Akureyri – það eru ekkert rosalega margir að gefa út hérna fyrir norðan,“ segir Kristín sem telur að þessi útgáfa geti virkað sem lyftistöng fyrir bókmenntaumræðu- og útgáfu norðan heiða en hún segir hana ekki vera fyrirferðamikla eins og málin standa í dag. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Flóra er menningarstaður á Akureyri með þríþætta starfsemi: menningarviðburði, vinnustofur og svo verslun og allt er þetta staðsett í hjarta Akureyrarbæjar. Flóra hefur verið starfrækt í sex ár og gefa nú út fyrsta holl ritraðarinnar Pastel. Af því tilefni verður útgáfuhóf í Flóru á Akureyri á föstudaginn klukkan 17. „Við erum að fagna útgáfu fyrstu fimm rita í ritröðinni Pastel sem er gefinn útaf Flóru. Þessi útgáfa er í raun hluti af okkar menningardagskrá. Við erum alltaf með árlegt menningarprógramm sem samanstendur af sýningum, tónleikum, uppákomum, upplestrum og svo framvegis. Í ár ákváðum við að hluti af menningardagskrá Flóru væri þessu útgáfa. Það eru væntanleg fleiri rit í ritröðinni á næstu árum – á hverju vori að minnsta kosti og jafnvel eitthvað inn á milli líka,“ segir Kristín Kjartansdóttir framkvæmdarstýra Flóru. Höfundar í þessu fyrsta holli koma úr ýmsum áttum úr hinum skapandi geira, en þeir eru Margrét H. Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Megas og Hlynur Hallsson. Útgáfan er aðeins hundrað eintök sem eru árituð og númeruð og þau munu ekki vera endurútgefin. Öll ritin voru unnin í nánu samstarfi hönnuðar ritraðarinnar, Júlíu Runólfsdóttur, og höfundar – þannig að það má segja að útkoman sé nokkuð persónubundin eftir höfundinum. Pastel er allt gefið út og prentað á Akureyri þó að höfundarnir séu sumir hverjir úr höfuðborginni. „Þetta eru lítil rit, fyrirmyndin af þeim eru gamlir bæklingar frá því um miðri tuttugustu öld sem við fengum gefins í fyrra frá bóndabæ hér á Norðurlandi – þau gáfu okkur mikið af gömlum ritum og þar á meðal voru fundargerðir sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu. Þær eru í þessu formati - útlitið á þeim er þannig að þau eru lítil og þunn, mjög hversdagsleg, þetta eru náttúrulega fundargerðir. Júlía Runólfsdóttir hönnuður er sú sem hannaði ritin fyrir okkur og setti þau upp hún vann út frá þessum gömlu ritum varðandi útlitið og stílinn. Þetta er eins og maður sé að fá í hendurnar einhverskonar samantekt – en innihaldið er allt annað. Það er erfitt að skilgreina efnið – allir höfundarnir liggja svolítið á milli ýmissa sviða skapandi geirans. Þetta eru prósaljóð, frásagnir, dagbókarbrot og svo er myndefni veigamikið á köflum, hjá sumum meira en öðrum. Þetta er svolítið myndefni en þetta teljast samt ritverk. Það er gaman að geta gefið út svona verk hér á Akureyri – það eru ekkert rosalega margir að gefa út hérna fyrir norðan,“ segir Kristín sem telur að þessi útgáfa geti virkað sem lyftistöng fyrir bókmenntaumræðu- og útgáfu norðan heiða en hún segir hana ekki vera fyrirferðamikla eins og málin standa í dag.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira