Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:44 Karl sagði, í viðtali við Vísi, að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan. Karl Wernersson Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan.
Karl Wernersson Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira