Segir það brandara að hann sé í hópi 100 bestu leikmanna NFL-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 22:30 JJ Watt. Vísir/Getty Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Það er heiður fyrir leikmenn ameríska fótboltans að vera valdir í hóp hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Sumir eru þó ekki ánægðir með það. Deildin liggur í dvala frá febrúar fram í lok júlí og NFL-sjónvarpsstöðin þarf að fylla upp í dagskrá sína með áhugaverðu efni. Það er þannig árlegur viðburður hjá stöðinni að telja niður hundrað bestu leikmenn NFL-deildarinnar. Það eru náttúrulega ekki allir sáttir með valið eða röðina, sumir telja sig eiga vera ofar á listanum og einhverjir gráta það að þeir séu ekki á þessum úrvalslista NFL-leikmanna. Það nýjasta í tengslum við topp 100 listann er að leikmaður er að hneykslast á því á samfélagsmiðlum að hann sé í hópi hundrað bestu leikmanna NFL-deildarinnar. Leikmaðurinn sem um ræðir er reyndar ein af stærstu stjörnum deildarinnar, nefnilega varnartröllið J.J. Watt hjá Houston Texans. J.J. Watt var valinn 35. besti leikmaður NFL-deildarinnar og viðbrögð hans voru: „Ég spilaði þrjá leiki á síðasta tímabili.... þessi listi er brandari,“ skrifaði J.J. Watt á Twitter-síðu sína.I played 3 games... this list is a joke. https://t.co/KnKDX1p816 — JJ Watt (@JJWatt) June 6, 2017 Hann var vissulega meiddur nær allt síðasta tímabil en engu síður er þessi frábæri leikmaður að falla niður um 32 sæti á listanum því hann var í þriðja sæti á listanum fyrir árið 2016. J.J. Watt hefur átt frábæran feril hingað til en hann hefur meðal annars þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Watt segist líka vera farinn að æfa á fullu og ætti því að mæta fullfrískur til leiks þegar næsta tímabil hefst. Meiðslin voru áfall fyrir hann og liðið hans en með hann heilan má búast við miklu af liði Houston Texans í haust. Verði Watt heill og spili af sama krafti og áður þá er öruggt að hann verður á topp 100 listanum á næsta ári hvort sem hann kærir sig um það ekki.JJ Watt er hér til vinstri númer 99.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira