Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 10:59 Einar Ólafsson, kaupmaður, er ánægður með komu Costco til Íslands. Vísir/Eyþór/Facebook Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar. Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Verslunin Einar Ólafsson á Akranesi hefur bætt heildverslun Costco í hóp þeirra sem verslunin á í viðskipti við og hafa nú þegar all margar vörutegundir stórlækkað í verði. Þetta kemur fram á Facebook síðu verslunarinnar. Þar segir jafnframt að vörutegundum sem lækka muni í verði muni koma til með að fjölga jafnt og þétt á komandi vikum. Í samtali við Vísi segir Guðni Einarsson, sonur eiganda verslunarinnar, að innkoma Costco á markaðinn hafi breytt miklu fyrir verslunina á þeim stutta tíma sem hún hefur verið opnuð. Hann tekur sem dæmi að Monster orkudrykkur frá Vífilfell hafi áður kostað í innkaupum 269 krónur með skatti. Verslunin selji hann nú út úr búð á 129 krónur. „Það er gríðarlegur verðmunur. Þetta eru ekki bara einhverjar krónur. Þetta er í fyrsta sinn sem okkur finnst við raunverulega geta keppt við aðrar verslanir.“ Þá er sjálfur eigandi verslunarinnar, Einar Ólafsson, gríðarlega ánægður og segir við Vísi að verðið sé miklu betra heldur en það sem áður hafi þekkst. „Við fögnum komu Costco. Þetta hefur breytt miklu fyrir okkur enda reynum við alltaf að fá sem besta verð þegar maður rekur verslun sama hvar það er að finna. Eðli málsins samkvæmt.“ Óhætt er að segja að Costco hafi komið líkt og stormsveipur inn í íslenskt samfélag en mikill áhugi hefur verið á opnun verslunarrisans á Íslandi og hafa þúsundir gesta heimsótt Costco í Kauptúni á fyrstu vikum opnunarinnar.
Costco Tengdar fréttir Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Hagar eru sagðir hafa tjáð íslenskum framleiðendum að vörur þeirra yrðu ekki seldir í Bónus og Hagkaup ef þær væru seldar í Costco. Forstjóri Haga og Bónus vísa því á bug. 1. júní 2017 10:21
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45