Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira