Ekki gott að mæta Stjörnunni þegar þú hefur unnið tvo bikarmeistaratitla í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 12:30 Jóhann Laxdal. Vísir/Eyþór Stjarnan endaði í gær ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna í Borgunarbikarkeppni karla í fótbolta þegar Stjörnumenn sóttu sigur á Hlíðarenda í sextán liða úrslitum keppninnar. Valsliðið var búið að vinna bikarinn undanfarin tvö ár og alls ellefu bikarleiki í röð en nú var komið að endastöð. Þetta var næstlengsta sigurganga í bikarnum á síðustu tíu árum en svo skemmtilega vill til að Stjörnuliðið endaði einnig þá lengstu. KR-ingar unnu tvo bikarmeistaratitla í röð frá 2011 til 2012 og alls þrettán bikarleiki í röð frá 2011 til 2013 eða þar til að kom að leik á móti Stjörnunni í undanúrslitunum 2013. Stjarnan vann þá 2-1 sigur eins og í gær en reyndar eftir framlengdan leik. Garðar Jóhannsson skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR 1. ágúst 2013 en í gær var það Jóhann Laxdal sem skoraði sigurmarkið á 69. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Fjórir af þeim leikmönnum Stjörnunnar sem tóku þátt í þessum sigri leika einmitt með KR í dag en það eru þeir Michael Præst, Robert Johann Sandnes, Kennie Knak Chopart og Garðar Jóhannsson. Aðeins Jóhann Laxdal og bróðir hans Daníel Laxdal spiluðu báða þessa leiki. Daníel fór reyndar meiddur af velli í leiknum í gær. Baldur Sigurðsson, sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar í gær, lék með KR-liðinu í tapinu á móti Stjörnunni 2013. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Stjarnan endaði í gær ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna í Borgunarbikarkeppni karla í fótbolta þegar Stjörnumenn sóttu sigur á Hlíðarenda í sextán liða úrslitum keppninnar. Valsliðið var búið að vinna bikarinn undanfarin tvö ár og alls ellefu bikarleiki í röð en nú var komið að endastöð. Þetta var næstlengsta sigurganga í bikarnum á síðustu tíu árum en svo skemmtilega vill til að Stjörnuliðið endaði einnig þá lengstu. KR-ingar unnu tvo bikarmeistaratitla í röð frá 2011 til 2012 og alls þrettán bikarleiki í röð frá 2011 til 2013 eða þar til að kom að leik á móti Stjörnunni í undanúrslitunum 2013. Stjarnan vann þá 2-1 sigur eins og í gær en reyndar eftir framlengdan leik. Garðar Jóhannsson skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti KR 1. ágúst 2013 en í gær var það Jóhann Laxdal sem skoraði sigurmarkið á 69. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Fjórir af þeim leikmönnum Stjörnunnar sem tóku þátt í þessum sigri leika einmitt með KR í dag en það eru þeir Michael Præst, Robert Johann Sandnes, Kennie Knak Chopart og Garðar Jóhannsson. Aðeins Jóhann Laxdal og bróðir hans Daníel Laxdal spiluðu báða þessa leiki. Daníel fór reyndar meiddur af velli í leiknum í gær. Baldur Sigurðsson, sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar í gær, lék með KR-liðinu í tapinu á móti Stjörnunni 2013.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann