Styrking krónunnar hefur verri áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 12:52 Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. vísir/pjetur Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina. Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.
Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent