Styrking krónunnar hefur verri áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 12:52 Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. vísir/pjetur Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina. Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.
Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00