Dagur býður sig aftur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2017 10:12 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar 45 ára afmæli í dag. visir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira