Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 09:18 Skjáskot úr öryggismyndavél sem birt er í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlenti. Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15