Geir: Það er kominn betri bragur á liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 21:06 Geir fylgist með af hliðarlínunni. vísir/anton „Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
„Að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Þó svo maður hafi trúna og heimavöllinn þá er ekkert gefið í þessu,“ sagði brosmildur landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn á Úkraínu í kvöld. „Að tapa á heimavelli og falla úr leik hefði verið martröð. En við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni og á endanum fór Ísland áfram sem besta liðið í þriðja sæti. Tæpara gat það ekki staðið. „Það hefur gefið á bátinn og ef við gerum þetta snöggt upp þá stendur upp úr þessi munur á okkar leik á heimavelli og útivelli. Ég held við getum fullyrt að það sé orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var dýrmæt reynsla fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann núna og það var frábært,“ segir Geir en hann er að stýra landsliðinu í kynslóðaskiptum. „Að við séum komnir inn á þessi mót á þessum umbreytingatímum finnst mér stórkostlegt. Við erum þekkt fyrir að fara fjallabaksleiðina og höfum gert það áður. Við vorum svo sem aldrei að hugsa um þetta þriðja sæti en niðurstaðan er sú að við erum eina liðið í þriðja sæti sem nær að taka fjögur stig af efstu liðunum og það kemur okkur áfram.“ Sóknarleikurinn hefur verið hausverkur í riðlakeppninni og ekki síst í leiknum gegn Tékkum á dögunum þar sem hann var mjög slakur. „Við fórum í smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sjálfa sig á myndbandi og fóru að lengja í sóknunum, láta andstæðinginn hlaupa þá komu þessi færi sem við þurftum. Þetta voru í sjálfu sér engin geimvísindi,“ segir Geir sem tók andlega þáttinn í gegn fyrir leikinn. „Við fengum Viðar Halldórsson til okkar kvöldið fyrir leik en hann hefur verið okkur innan handar síðan ég byrjaði með liðið. Hann kom með flott innlegg. Við fórum svolítið í grunninn og gildin sem þetta gengur út á. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna á þessa hluti. Þetta var frábær vinna hjá honum.“ Geir segir ekkert hafa breyst í sínum málum og hann mun fara með liðinu á EM. Hans fyrsta EM á ferlinum. „Ég er svo gamall að það var ekki búið að finna upp EM þegar ég var í boltanum,“ sagði Geir og hló dátt.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. 18. júní 2017 20:15