Hætta á að flugvellirnir teppist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 23:30 Frá Egilsstaðaflugvelli. Vísir/Vilhelm Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“ Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira