Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 15:30 Rúnar átti erfitt tímabil hjá sínu félagsliði en hefur spilað vel með landsliðinu undanfarin misseri. vísir/epa Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00