Fórn – No Tomorrow valin sýning ársins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 21:49 Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson eru höfundar sýningar ársins 2017. vísir/gva Dansverkið Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins var valin sýning ársins 2017 á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum, sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þá hlutu þau Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson verðlaun sem danshöfundar ársins fyrir Fórn – No Tomorrow. Garðar Cortes hlaut heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands. Leikrit ársins var valið Sóley Rós ræstitæknir eftir þær Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps. Sólveig fór jafnframt með aðalhlutverkið í verkinu og hlaut hún Grímuna sem leikkona ársins í aðalhlutverki. Una Þorleifsdóttir hlaut verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir sýninguna Gott fólk í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Stefán Hallur Stefánsson hlaut verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Góðu fólki. Barnasýning ársins var valin Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins en lista yfir alla þá sem unnu Grímuna í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Sýning ársins 2017Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins Leikrit ársins 2017 Sóley Rós ræstitæknir eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins GarpsLeikstjóri ársins 2017 Una Þorleifsdóttir fyrir Gott fólk í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikari ársins 2017 í aðalhlutverki Stefán Hallur Stefánsson fyrir Gott fólk í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikkona ársins 2017 í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins GarpsLeikari ársins 2017 í aukahlutverki Björn Hlynur Haraldsson fyrir Óþelló í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikkona ársins 2017 í aukahlutverki Kristbjörg Kjeld fyrir Húsið í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikmynd ársins 2017 Ilmur Stefánsdóttir fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsBúningar ársins 2017 Stefanía Adolfsdóttir fyrir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og VesturportsLýsing ársins 2017 Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Fórn - Shrine í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og BorgarleikhússinsTónlist ársins 2017 Kristjana Stefánsdóttir fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsHljóðmynd ársins 2017 Sveinbjörn Thorarensen fyrir Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins Söngvari ársins 2017 Katrín Halldóra Sigurðardóttir fyrir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og VesturportsDans – og sviðshreyfingar ársins 2017 Chantelle Carey fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsDansari ársins 2017 Katrín Gunnarsdóttir fyrir Shades of History Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance FestivalDanshöfundur ársins 2017 Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson fyrir Fórn - No Tomorrow Í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og BorgarleikhússinsÚtvarpsverk ársins 2017 Lifun eftir Jón Atli Jónasson Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins - RÚV Sproti ársins 2017 Gréta Kristín ÓmarsdóttirBarnasýning ársins 2017Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar Sviðsetning – Borgarleikhúsið Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2017 Garðar Cortes Gríman Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dansverkið Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins var valin sýning ársins 2017 á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum, sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þá hlutu þau Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson verðlaun sem danshöfundar ársins fyrir Fórn – No Tomorrow. Garðar Cortes hlaut heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands. Leikrit ársins var valið Sóley Rós ræstitæknir eftir þær Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps. Sólveig fór jafnframt með aðalhlutverkið í verkinu og hlaut hún Grímuna sem leikkona ársins í aðalhlutverki. Una Þorleifsdóttir hlaut verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir sýninguna Gott fólk í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Stefán Hallur Stefánsson hlaut verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Góðu fólki. Barnasýning ársins var valin Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins en lista yfir alla þá sem unnu Grímuna í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Sýning ársins 2017Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins Leikrit ársins 2017 Sóley Rós ræstitæknir eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins GarpsLeikstjóri ársins 2017 Una Þorleifsdóttir fyrir Gott fólk í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikari ársins 2017 í aðalhlutverki Stefán Hallur Stefánsson fyrir Gott fólk í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikkona ársins 2017 í aðalhlutverki Sólveig Guðmundsdóttir fyrir Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins GarpsLeikari ársins 2017 í aukahlutverki Björn Hlynur Haraldsson fyrir Óþelló í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikkona ársins 2017 í aukahlutverki Kristbjörg Kjeld fyrir Húsið í sviðsetningu ÞjóðleikhússinsLeikmynd ársins 2017 Ilmur Stefánsdóttir fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsBúningar ársins 2017 Stefanía Adolfsdóttir fyrir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og VesturportsLýsing ársins 2017 Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Fórn - Shrine í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og BorgarleikhússinsTónlist ársins 2017 Kristjana Stefánsdóttir fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsHljóðmynd ársins 2017 Sveinbjörn Thorarensen fyrir Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins Söngvari ársins 2017 Katrín Halldóra Sigurðardóttir fyrir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og VesturportsDans – og sviðshreyfingar ársins 2017 Chantelle Carey fyrir Bláa hnöttinn í sviðsetningu BorgarleikhússinsDansari ársins 2017 Katrín Gunnarsdóttir fyrir Shades of History Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance FestivalDanshöfundur ársins 2017 Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson fyrir Fórn - No Tomorrow Í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og BorgarleikhússinsÚtvarpsverk ársins 2017 Lifun eftir Jón Atli Jónasson Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins - RÚV Sproti ársins 2017 Gréta Kristín ÓmarsdóttirBarnasýning ársins 2017Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar Sviðsetning – Borgarleikhúsið Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2017 Garðar Cortes
Gríman Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira