Sækir Úkraína innblástur í tíu ára gömul vonbrigði? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 13:45 Svona var stemningin hjá strákunum okkar eftir leikinn gegn Úkraínu á HM 2007. Við viljum ekki sjá svona myndir á sunnudag. vísir/pjetur „Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
„Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira