„Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 15:15 Conor McGregor er engum líkur en á hann séns? vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Sjá meira