Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 22:58 Repúblikaninn er ekki sáttur við Barack Obama. Vísir/EPA Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33