Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 22:58 Repúblikaninn er ekki sáttur við Barack Obama. Vísir/EPA Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, kennir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, um skotárásina í gær þar sem Steve Scalise háttsettur þingmaður repúblikana var skotinn. BBC greinir frá. King segir að Obama hafi ýtt undir átök í bandarísku samfélagi með því að skapa óeiningu innan þeirra. Hann hafi einbeitt sér að því sem geri Bandaríkjamenn ólíka í stað þess að einblína á það sem sameini þá. Scalise gekkst undir þriðju aðgerðina í morgun og heimsótti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hann í morgun. Skotárásin hefur vakið stjórnmálamenn í Washington til umhugsunar um orðræðu í bandarískum stjórnmálum. Margir demókratar hafa að sama skapi ásakað Trump um aukinn hita í bandarískum stjórnvöldum og fyrir að ala á sundrung innan bandarísku þjóðarinnar með orðum sínum og háttalagi. Talsmenn forsetans hafa þvertekið fyrir að nokkra ábyrgð megi finna í gjörðum forsetans. Þvert á móti hefur sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, hjá sjónvarpsstöðinni Fox, ásakað demókrata um að hafa „búið til skrímslu úr repúblikönum“ með orðræðu sinni. Í ljós kom í gær að árásarmaðurinn, sem ber nafnið James T. Hodgkinson, hafi eitt sinn verið sjálfboðaliði fyrir kosningabaráttu demókratans Bernie Sanders. Sanders fordæmdi árásina í gær og sagði hana fyrirlitlega. Eftir árásina sameinuðust forsvarsmenn beggja flokka í því að fordæma árásina og virtist í gær ríkja mikil samhugur meðal manna í Washington.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33