Framlegð IKEA hefur snaraukist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Framkvæmdastjóri IKEA segir verð á öllum vörum hafa lækkað þrívegis síðan í september. Verðlækkunin nemur samtals um 25% á milli ára. Vísir/HAG Framlegð af vörusölu IKEA á Íslandi hefur aukist úr 40,1 prósenti í 47,9 prósent af veltu verslunarinnar á síðustu sex árum. Framlegð verslunarinnar nam tæpum 4,3 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, frá september 2015 til ágúst 2016, en hún var 2,3 milljarðar króna árið 2012. Þannig hefur hún aukist um 85 prósent á sex árum. Á sama tíma hefur hagnaður verslunarinnar margfaldast og farið úr 235 milljónum króna á rekstrarárinu 2012 í 759 milljónir á síðasta rekstrarári. Það er aukning upp á 222 prósent. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að hagnaðurinn sé „fullmikill“. Unnið hafi verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð. Þórarinn hefur látið til sín taka í umræðum um álagningu og verðlagningu á smásölumarkaði, sér í lagi eftir komu Costco hingað til lands. Hann sagði til að mynda í síðasta mánuði að íslensk verslun ætti mjög lítið inni hjá neytendum. Margir verslunarmenn hefðu farið fram með „truntuskap og okri mjög lengi“.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiÞórarinn segir í samtali við blaðið að framlegð IKEA hafi aukist eftir því sem krónan hafi styrkst á undanförnum árum, þrátt fyrir að vöruverð hafi lækkað talsvert meira heldur en sem styrkingunni nemur. Ástæðan sé að stórum hluta til sú að fólk kaupi nú í auknum mæli betri og vandaðri vörur sem eru í eðli sínu með hærri framlegð en ódýrari vörur. Þessar vörur hafi lækkað mikið í verði og eins hafi fólk meira á milli handanna en áður. Þórarinn segist hafa lækkað verð á öllum vörum þrisvar á yfirstandandi rekstrarári, alls um 25 prósent á milli ára. „Það er allt að lækka hjá okkur. Það er bara tilkomið vegna þess að framlegðin er orðin of mikil miðað við það sem við viljum standa fyrir. En það sem gerist við þessar aðstæður er að fólk fer að kaupa vandaðri og betri hluti, til dæmis dýrari týpuna af dýnu. Dýnan sem kostaði 40 þúsund krónur hefur kannski lækkað niður í 30 þúsund en dýrari týpan, 60 þúsund króna dýnan sem þig langaði í, er komin niður í 45 þúsund. Þú kaupir hana þá í staðinn. Fólk er að leyfa sér meira, því það hefur efni á meiru, og það skilar sér í því að fólk fær betri vörur og framlegðin eykst hjá okkur. Allir græða í sjálfu sér,“ útskýrir hann. „Við erum að reyna eins og við getum að skila styrkingu krónunnar til baka með lækkunum. Ég er þeirrar skoðunar að hagnaðurinn sé fullmikill og við erum að reyna að vinda ofan af því eins og við getum.“ Hann bendir jafnframt á að kakan sé að stækka „gríðarlega mikið“ á meðan fasti kostnaðurinn, til dæmis húsaleigan, standi nokkurn veginn í stað. Það hafi áhrif á afkomuna. Verslunin reynir að taka hagnaðinn inn á magni í sölu fremur en háu verði. „Við reynum að selja eins mikið af stykkjum og við getum með tiltölulega lágri framlegð í stað þess að selja færri stykki og fá hærri framlegð. Salan hjá okkur hefur aukist verulega og kakan er alltaf að stækka. Við metum selt magn í rúmmetrum og aukningin þar er 29 prósent á milli ára. Það er alvöru aukning. Ekki krónuaukning sem kemur bara til vegna þess að við lækkum eða hækkum verð.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Tengdar fréttir IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06 IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Framlegð af vörusölu IKEA á Íslandi hefur aukist úr 40,1 prósenti í 47,9 prósent af veltu verslunarinnar á síðustu sex árum. Framlegð verslunarinnar nam tæpum 4,3 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, frá september 2015 til ágúst 2016, en hún var 2,3 milljarðar króna árið 2012. Þannig hefur hún aukist um 85 prósent á sex árum. Á sama tíma hefur hagnaður verslunarinnar margfaldast og farið úr 235 milljónum króna á rekstrarárinu 2012 í 759 milljónir á síðasta rekstrarári. Það er aukning upp á 222 prósent. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að hagnaðurinn sé „fullmikill“. Unnið hafi verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð. Þórarinn hefur látið til sín taka í umræðum um álagningu og verðlagningu á smásölumarkaði, sér í lagi eftir komu Costco hingað til lands. Hann sagði til að mynda í síðasta mánuði að íslensk verslun ætti mjög lítið inni hjá neytendum. Margir verslunarmenn hefðu farið fram með „truntuskap og okri mjög lengi“.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á ÍslandiÞórarinn segir í samtali við blaðið að framlegð IKEA hafi aukist eftir því sem krónan hafi styrkst á undanförnum árum, þrátt fyrir að vöruverð hafi lækkað talsvert meira heldur en sem styrkingunni nemur. Ástæðan sé að stórum hluta til sú að fólk kaupi nú í auknum mæli betri og vandaðri vörur sem eru í eðli sínu með hærri framlegð en ódýrari vörur. Þessar vörur hafi lækkað mikið í verði og eins hafi fólk meira á milli handanna en áður. Þórarinn segist hafa lækkað verð á öllum vörum þrisvar á yfirstandandi rekstrarári, alls um 25 prósent á milli ára. „Það er allt að lækka hjá okkur. Það er bara tilkomið vegna þess að framlegðin er orðin of mikil miðað við það sem við viljum standa fyrir. En það sem gerist við þessar aðstæður er að fólk fer að kaupa vandaðri og betri hluti, til dæmis dýrari týpuna af dýnu. Dýnan sem kostaði 40 þúsund krónur hefur kannski lækkað niður í 30 þúsund en dýrari týpan, 60 þúsund króna dýnan sem þig langaði í, er komin niður í 45 þúsund. Þú kaupir hana þá í staðinn. Fólk er að leyfa sér meira, því það hefur efni á meiru, og það skilar sér í því að fólk fær betri vörur og framlegðin eykst hjá okkur. Allir græða í sjálfu sér,“ útskýrir hann. „Við erum að reyna eins og við getum að skila styrkingu krónunnar til baka með lækkunum. Ég er þeirrar skoðunar að hagnaðurinn sé fullmikill og við erum að reyna að vinda ofan af því eins og við getum.“ Hann bendir jafnframt á að kakan sé að stækka „gríðarlega mikið“ á meðan fasti kostnaðurinn, til dæmis húsaleigan, standi nokkurn veginn í stað. Það hafi áhrif á afkomuna. Verslunin reynir að taka hagnaðinn inn á magni í sölu fremur en háu verði. „Við reynum að selja eins mikið af stykkjum og við getum með tiltölulega lágri framlegð í stað þess að selja færri stykki og fá hærri framlegð. Salan hjá okkur hefur aukist verulega og kakan er alltaf að stækka. Við metum selt magn í rúmmetrum og aukningin þar er 29 prósent á milli ára. Það er alvöru aukning. Ekki krónuaukning sem kemur bara til vegna þess að við lækkum eða hækkum verð.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Tengdar fréttir IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06 IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
IKEA lækkar verð um 10% IKEA á Íslandi hefur lækkað allt verð á húsbúnaði í versluninni um tíu prósent að meðaltali. Sumar vörur lækka minna og aðrar meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 23. febrúar 2017 15:06
IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk IKEA á Íslandi stendur nú fyrir byggingu fjölbýlishúss með 36 litlum leiguíbúðum í Urriðaholtinu í Garðabæ fyrir starfsfólk sitt. 5. apríl 2017 14:35
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26