Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Lögregla telur sig hafa kveðið uppgang mótorhjólasamtaka hér á landi í kútinn en fylgist vel með þróun þeirra áfram. VÍSIR/GVA Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira