Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hvernig Lewis Hamilton vann sinn sjötta kappasktur í Kanada.
Hamilton stakk af strax í byrjun, Max Verstappen var annar þegar hann féll úr leik og Force India ökumennirnir glímdu talsvert innbyrðis. Einhver eftirmáli gæti orðið af þeirri baráttu. Sérfræðingarnir rýna í málin í uppgjörsþættinum sem sjá má í spilaranum í fréttinni.
