Skoruðu ekki síðustu fimm mínúturnar en náðu jafntefli við Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 15:30 Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00
Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08
Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40
„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15