Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:35 Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira