Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 06:00 Tilbúin i slaginn. Sunna hefur lagt mjög hart að sér síðustu vikur og ætlar að sýna allar sínar bestu hliðar í Kansas um miðjan næsta mánuð. mynd/sóllilja baltasarsdóttir Það er farið að styttast í að Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígi aftur inn í búrið hjá Invicta-bardagasambandinu. Það gerir hún þann 15. júlí næstkomandi í Kansas City en það verður mikil bardagahelgi fyrir Mjölnisfólk því Gunnar Nelson berst í Glasgow degi síðar. „Ég reikna með því að þetta verði minn erfiðasti bardagi til þessa,“ segir Sunna en hún berst við hina bandarísku Kelly D'Angelo sem er 2-0 sem atvinnumaður rétt eins og Sunna. Þetta er aftur á móti fyrsti bardagi D'Angelo hjá Invicta. „Hún er boxari og er ósigruð í hnefaleikum. Hún á líka góðan áhugamannaferil. Þetta virðist vera hörkuandstæðingur og ég reikna með því að hún sé grjóthörð. Þannig vil ég líka hafa það. Ég vil alltaf fá sterkari andstæðinga og það er kominn tími á að hún prófi að tapa einu sinni,“ segir Sunna ákveðin og glottir.Draumaæfingabúðir Hún barðist síðast við Mallory Martin í mars og vann þá á dómaraúrskurði eftir rosalegan bardaga sem valinn var bardagi kvöldsins. Æfingabúðirnar hjá Sunnu hafa verið mjög góðar en hún hefur meðal annars æft með UFC-stúlkunni Joanne Calderwood sem er að berjast sama kvöld og Gunnar. „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef upplifað. Það var ekki bara JoJo sem hefur æft með mér því Jinh Yu Frey hefur líka verið með okkur en hún er í Invicta eins og ég. Það er frábært að æfa með þeim og við erum orðnar góðar vinkonur. Við vinnum líka vel saman og það er ómetanlegt að fá þær hingað. Þetta hafa verið draumaæfingabúðir,“ segir Sunna hamingjusöm en hún náði viku með þeim og óskaði þess að geta haft þær lengur.Sunna er í gríðarlega góðu formi.mynd/sóllilja baltasarsdóttirVinna í fellunum Sunna hefur verið vinsæl hjá áhorfendum í Kansas City þau skipti sem hún hefur barist þar en nú er hún að berjast við heimakonu og þarf að venjast því að meirihluti áhorfenda verði á móti henni. „Það verður örugglega stemning þarna eins og alltaf. Meira örugglega þar sem hún er að berjast. Ég er alltaf spennt, sama við hverja ég berst. Ég hlakka bara til,“ segir Sunna en hún er að fara að mæta boxara eins og áður segir. Hvað er hún þá að leggja áherslu á að æfa helst í aðdragandanum? „Ég hef lagt meiri áherslu á boxið mitt sem og að vera slök. Vera með afslappaðar hreyfingar í góðu flæði. Ég hef líka verið að vinna í fellunum mínum. Þar sem hún er boxari reikna ég ekki með því að hún vilji fara mikið í gólfið. Ég verð tilbúin að boxa við hana en ég verð alveg til í að fara líka í gólfið með henni og tuska hana aðeins til þar.“Er mjög hörð við mig Mörgum bardagaköppum finnst erfitt að bíða vikurnar fram að bardaga og þessi tími er upp og niður hjá okkar konu. „Maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Maður á góða og slæma daga. Í heildina eru fleiri dagar góðir. Maður er að setja aukið álag á sig í æfingum og mataræði. Aginn er í botni og maður er harður við sig. Það þýðir ekkert annað og ef maður er með markmið verður allt auðveldara. Mér finnst gott að bíða eftir bardaga því þá hefur maður að einhverju að stefna. Svo veit maður að það er uppskera fram undan. Það snýst allt um bardagann og ég er til í að gera allt sem ég þarf að gera til að ná árangri. Þá get ég notið þess eftir á og ég sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari. Maður er svolítið það sem maður hugsar og borðar. Mér líður sjaldan betur en þegar aginn er í botni.“ MMA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Sjá meira
Það er farið að styttast í að Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígi aftur inn í búrið hjá Invicta-bardagasambandinu. Það gerir hún þann 15. júlí næstkomandi í Kansas City en það verður mikil bardagahelgi fyrir Mjölnisfólk því Gunnar Nelson berst í Glasgow degi síðar. „Ég reikna með því að þetta verði minn erfiðasti bardagi til þessa,“ segir Sunna en hún berst við hina bandarísku Kelly D'Angelo sem er 2-0 sem atvinnumaður rétt eins og Sunna. Þetta er aftur á móti fyrsti bardagi D'Angelo hjá Invicta. „Hún er boxari og er ósigruð í hnefaleikum. Hún á líka góðan áhugamannaferil. Þetta virðist vera hörkuandstæðingur og ég reikna með því að hún sé grjóthörð. Þannig vil ég líka hafa það. Ég vil alltaf fá sterkari andstæðinga og það er kominn tími á að hún prófi að tapa einu sinni,“ segir Sunna ákveðin og glottir.Draumaæfingabúðir Hún barðist síðast við Mallory Martin í mars og vann þá á dómaraúrskurði eftir rosalegan bardaga sem valinn var bardagi kvöldsins. Æfingabúðirnar hjá Sunnu hafa verið mjög góðar en hún hefur meðal annars æft með UFC-stúlkunni Joanne Calderwood sem er að berjast sama kvöld og Gunnar. „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef upplifað. Það var ekki bara JoJo sem hefur æft með mér því Jinh Yu Frey hefur líka verið með okkur en hún er í Invicta eins og ég. Það er frábært að æfa með þeim og við erum orðnar góðar vinkonur. Við vinnum líka vel saman og það er ómetanlegt að fá þær hingað. Þetta hafa verið draumaæfingabúðir,“ segir Sunna hamingjusöm en hún náði viku með þeim og óskaði þess að geta haft þær lengur.Sunna er í gríðarlega góðu formi.mynd/sóllilja baltasarsdóttirVinna í fellunum Sunna hefur verið vinsæl hjá áhorfendum í Kansas City þau skipti sem hún hefur barist þar en nú er hún að berjast við heimakonu og þarf að venjast því að meirihluti áhorfenda verði á móti henni. „Það verður örugglega stemning þarna eins og alltaf. Meira örugglega þar sem hún er að berjast. Ég er alltaf spennt, sama við hverja ég berst. Ég hlakka bara til,“ segir Sunna en hún er að fara að mæta boxara eins og áður segir. Hvað er hún þá að leggja áherslu á að æfa helst í aðdragandanum? „Ég hef lagt meiri áherslu á boxið mitt sem og að vera slök. Vera með afslappaðar hreyfingar í góðu flæði. Ég hef líka verið að vinna í fellunum mínum. Þar sem hún er boxari reikna ég ekki með því að hún vilji fara mikið í gólfið. Ég verð tilbúin að boxa við hana en ég verð alveg til í að fara líka í gólfið með henni og tuska hana aðeins til þar.“Er mjög hörð við mig Mörgum bardagaköppum finnst erfitt að bíða vikurnar fram að bardaga og þessi tími er upp og niður hjá okkar konu. „Maður fer í gegnum allan tilfinningaskalann. Maður á góða og slæma daga. Í heildina eru fleiri dagar góðir. Maður er að setja aukið álag á sig í æfingum og mataræði. Aginn er í botni og maður er harður við sig. Það þýðir ekkert annað og ef maður er með markmið verður allt auðveldara. Mér finnst gott að bíða eftir bardaga því þá hefur maður að einhverju að stefna. Svo veit maður að það er uppskera fram undan. Það snýst allt um bardagann og ég er til í að gera allt sem ég þarf að gera til að ná árangri. Þá get ég notið þess eftir á og ég sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari. Maður er svolítið það sem maður hugsar og borðar. Mér líður sjaldan betur en þegar aginn er í botni.“
MMA Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Sjá meira