Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er sjónmengun sem þjónustumiðstöðin hefði í för með sér á upphaflegum stað, á móti fossinum. Vísir/Vilhelm Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum. Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Tillaga sveitastjórnar og skipulagsnefndar Rangárþings eystra um að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss hefur verið endurskoðuð. Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að tillagan hafi ekki verið tekin öll til baka. Stór hluti áætlunarinnar um aðgengismál og stígamál standi enn, en meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar.Aðstandendur Verndum Seljalandsfoss, sýna fram á sjónmengun þjónustumiðstöðvarinnar í myndbandi sem sýnir staðsetningu hennar.SkjáskotUmfang minnkað Upphaflega átti þjónustumiðstöðin að vera um 7 metra há og 2000 fermetrar að stærð en verið er að skoða það að minnka umfang hennar. Anton segir hins vegar ekkert vera staðfest enn þá. „Málið er enn í fullri vinnslu hjá okkur. Við vorum búin að afgreiða það til Skipulagsstofnunar en í ljósi aðstæðna og þess háttar; að koma til móts við athugasemdir og annað, ákváðum við að vinna það aðeins meira. Við erum að vinna í aðeins breyttri tillögu sem við erum svo að fara að kynna fyrir landeigendum og óska eftir aðkomu þeirra og eigum fund með Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun í næstu viku,“ segir Anton Kári.Umdeilt og harðlega gagnrýnt Skipulagið var umdeilt meðal íbúa svæðisins sem og náttúruverndarsinna sem vitnuðu í náttúruverndarlög þess efnis að ekki mætti spilla sýn að fossi. Taldi fólkið að umrædd þjónustumiðstöð myndi vega að útsýni frá fossinum sem og að honum. Aðstandendur hópsins Verndum Seljalandsfoss hafa meðal annars útbúið myndband sem sýnir hvernig upphafleg tillaga gæti litið út. Þar er meðal annars stungið upp á annarri staðsetningu hjá Brekkuhorni. „Sú tillaga var uppi á sínum tíma þegar við vorum að bera saman ákveðna kosti. Mönnum þóknaðist hún ekki út af ásýndarmálum. Þá er hún í forgrunni á svæðinu og nánast ofan í fossinum sjálfum þannig að hún kemur ekki til greina,“ segir Anton og bendir á að það sé ekki komin nein sérstök hugmynd um staðsetningu þjónustumiðstöðvarinnar. Hins vegar hafi komið upp tillögur að færa miðstöðina norðar og austar, úr sjónlínu frá fossinum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Rauði bragginn gefur „mjög svo ranga mynd“ af þjónustumiðstöðinni Byggingar- og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra minnir á að engin drög séu til um hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar við Seljalandsfoss. 9. maí 2017 11:53