Óli Stefán: Þakka Hjörvari fyrir þessi ummæli Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 13:00 Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Grindavík hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla í fótbolta en það er í öðru sæti með 17 stig eftir átta leiki og getur komist á toppinn í kvöld. Grindjánar þurfa reyndar að vinna Breiðablik með þremur mörkum ætli þeir sér að hirða toppsætið af Val en nýliðunum hefur gengið vel á útivelli í sumar. Þeir eru búnir að vinna alla útileiki sína og hafa ekki tapað leik síðan í þriðju umferð. Þrátt fyrir þetta góða gengi láta Grindvíkingar umtal um liðið ekki hafa áhrif á sig; hvorki gott né slæmt umtal. „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er ótrúlega skrítið fyrir mig að vera í þessari stöðu en ég er mjög einbeittur á það að láta ekki aðra eða önnur álit trufla mig. Ég reyni að halda bara sjó,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, en Teigurinn heimsótti Grindavík á æfingu í síðustu viku. „Ef ég væri að fara að elta uppi allt sem þið eruð að segja færi maður á eitthvað ferðalag sem er kannski erfitt að snúa til baka úr.“ Gunnar Þorsteinsson tók undir orð þjálfarans. „Við erum ekkert hörundsárir. Við viljum frekar láta verkin tala. Það var einn frá ykkur sem sagði um daginn að við værum engin meistaraefni en okkar markmið er bara að halda sér í deildinni og svo skoða málin út frá því,“ sagði fyrirliðinn. Ummælin sem Gunnar talar um komu frá Hjörvari Hafliðasyni, fótboltasérfræðingi 365, í síðasta þætti Pepsi-markanna. Þar sagði hann öllum að gleyma bara Grindavík í titilbaráttunni. Grindvíkingar hafa nýtt sér allt svona til að hvetja liðið áfram og hengja upp ummæli sérfræðinga og annarra upp á vegg hjá sér í klefanum. „Ég sá því miður ekki þessi ummæli en var búin að heyra af þeim en ég þakka Hjörvari fyrir það. Þetta hjálpar alveg,“ segir Óli Stefán Flóventsson. Innslagið úr Teignum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45 Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Teigurinn: Mikkel þurfti bara tvær tilraunir í Vodafone áskoruninni | Myndband Vodafone áskorunin er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:45
Teigurinn: Fjölþjóðlegt Eyjalið gerði engar rósir í hornspyrnukeppninni | Myndband Það fer að draga til tíðinda í hornspyrnukeppni Teigsins, vikulegs þáttar um Pepsi-deild karla. 23. júní 2017 22:00