Daniel Ricciardo ræsti af stað tíundi en kom fyrstur í mark. Ótrúleg atburðarás leiddi til þess að hann vann keppnina.
Vettel komst fram úr Valtteri Bottas og Kimi Raikkonen í ræsingunni. Finnarnir lentu svo í samstuði og Mercedes bíll Bottas skaddaðist við höggið og hann þurfti að koma inn á þjónustusvæðið. Bottas gat þó haldið áfram en var orðinn síðastur.
Sergio Perez varð þriðji í keppninni í kjölfar ræsingarinnar. Max Verstappen var fjórði en svo bilaði Red Bull bíllinn. Verstappen hætti því keppni í fjórða skiptið í síðustu sex keppnum.
Öryggisbíllinn var kallaður út á hring 12. Þegar Daniil Kvyat féll úr leik á. Hamilton og Vettel, Perez og Raikkonen komu allir samstundis inn á þjónustusvæðið.
Raikkonen missti bæði Felipe Massa og Esteban Ocon fram úr sér í endurræsingunni. Skömmu eftir endurræsinguna var öryggisbíllinn kallaður aftur út vegna brota úr bílum sem lágu á brautinni.
Rétt fyrir endurræsinguna lenti Vettel aftan á Hamilton þegar Hamilton reyndi að hægja á hópnum til að stinga svo af á beina kaflanum. Vettel kom svo upp að hliðinni á honum og keyrði á Hamilton í reiði sinni.

Ocon og Perez lentu saman og svo virtist sem báðir Force India bílarnir væru að falla úr leik en Ocon gat haldið áfram en Perez var bakkað inn í skúr og viðgerðin hófst.
Keppnin var stöðvuð á tímabili til að hægt væri að hreinsa brautina en mikið af koltrefjabrotum höfðu safnast saman á brautinni.
Perez kom svo aftur til keppni þegar keppnin var stöðvuð. Sömu sögu er að segja af Raikkonen. Hann kom aftur til keppni rétt áður en keppnin hóst á ný.
Hamilton varð að taka þjónustuhlé þegar höfuðvörn Hamilton virtist losna. Á sama tíma fékk Vettel 10 sekúndna refsingu fyrir hættulegan akstur. Í gegnum allt þetta komst Vettel samt fram úr Hamilton en þeir voru í sjöunda og áttunda sæti.
Vettel leiddi Hamilton í gegnum þvöguna. Á 43. hring var Vettel orðinn fjórði og Hamilton fimmti. Vettel reydni að sækja á Bottas sem var þriðji en Finninn var fljúgandi og setti hraðasta hring trekk í trekk.
Hamilton óskaði eftir því við liðið að Bottas yrði fenginn til að tefja Vettel svo Hamilton gæti náð Vettel. Mercedes tilkynnti Hamilton að Bottas væri í baráttu við Stroll svo það væri ekki að fara að gerast. Stroll tapaði fyrir Bottas í spyrnu í átt að rásmarkinu.