Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
„Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira