Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Mikill styr hefur staðið um flugvöllinn í Vatnsmýri undanfarin ár og enginn einhugur er um málið. VÍSIR/VILHELM Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira