Ánægður með gang mála í Grímsá og Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2017 11:00 Sumarið 2016 var afar erfitt í mörgum ánum sökum vatnsleysis og mun minna af eins árs laxi en í venjulegu ári en það virðist stefna í betra sumar núna. Laxá í Kjós og Grímsá eru undir vængjum Hreggnasa og hafa árnar verið afar vel bókaðar síðustu sumur enda mikið af föstum kúnnum sem sækja í þær á hverju ári. Veiðin í fyrra var heldur döpur enda hrjáði vatnsleysi þær báðar en sérstaklega Laxá í Kjós sem hefur líklega sjaldan verið jafn vatnslítil og í fyrra. Það var þó meira af laxi í henni en veiðitölur gefa til kynna en takan var bara afleit enda ekkert skrítið þegar hún rann varla á milli hylja og endalausir sólardagar hituðu ánna upp og gerði veiðimönnum erfitt fyrir. "Laxá í Kjós fer ágætlega af stað þó það hafi aðeins hægt á veiðinni en þetta eru ekkert óeðlilegar veiðitölur miðað við árstíma" segir Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. "Við erum bara ánægðir með þessa byrjun í Kjósinni og ekki minna sáttir við stöðuna í Grímsá en þar hefur verið prýðileg veiði frá opnun og vatnið í báðum ánum mjög gott svo við bíðum eins og aðrir spenntir eftir næstu straumum" bætir Haraldur við. Lokatölurnar í fyrra í Grímsá voru 608 laxar en veiðin er nú þegar komin í 121 lax og allt besta tímabilið framundan. Laxá í Kjós endaði í 601 laxi í fyrra og er komin í 76 laxa en hún eins og margar ár á vesturlandi fær yfirleitt sínar stærstu göngur í júlístraumnum og það getur verið ansi magnað að sjá þegar torfurnar safnast saman í Kvíslafossi en sá staður er jafnan kallaður "Gullið" á göngutímanum því takan á þessum stað getur verið og er yfirleitt alveg ótrúlega góð. Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði
Sumarið 2016 var afar erfitt í mörgum ánum sökum vatnsleysis og mun minna af eins árs laxi en í venjulegu ári en það virðist stefna í betra sumar núna. Laxá í Kjós og Grímsá eru undir vængjum Hreggnasa og hafa árnar verið afar vel bókaðar síðustu sumur enda mikið af föstum kúnnum sem sækja í þær á hverju ári. Veiðin í fyrra var heldur döpur enda hrjáði vatnsleysi þær báðar en sérstaklega Laxá í Kjós sem hefur líklega sjaldan verið jafn vatnslítil og í fyrra. Það var þó meira af laxi í henni en veiðitölur gefa til kynna en takan var bara afleit enda ekkert skrítið þegar hún rann varla á milli hylja og endalausir sólardagar hituðu ánna upp og gerði veiðimönnum erfitt fyrir. "Laxá í Kjós fer ágætlega af stað þó það hafi aðeins hægt á veiðinni en þetta eru ekkert óeðlilegar veiðitölur miðað við árstíma" segir Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. "Við erum bara ánægðir með þessa byrjun í Kjósinni og ekki minna sáttir við stöðuna í Grímsá en þar hefur verið prýðileg veiði frá opnun og vatnið í báðum ánum mjög gott svo við bíðum eins og aðrir spenntir eftir næstu straumum" bætir Haraldur við. Lokatölurnar í fyrra í Grímsá voru 608 laxar en veiðin er nú þegar komin í 121 lax og allt besta tímabilið framundan. Laxá í Kjós endaði í 601 laxi í fyrra og er komin í 76 laxa en hún eins og margar ár á vesturlandi fær yfirleitt sínar stærstu göngur í júlístraumnum og það getur verið ansi magnað að sjá þegar torfurnar safnast saman í Kvíslafossi en sá staður er jafnan kallaður "Gullið" á göngutímanum því takan á þessum stað getur verið og er yfirleitt alveg ótrúlega góð.
Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði